Til umsagnar
11.8.–1.9.2025
Í vinnslu
2.9.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-143/2025
Birt: 11.8.2025
Fjöldi umsagna: 4
Drög að reglugerð
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfismál
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir drög að reglugerð um plastvörur.
Reglugerðinni er ætlað að innleiða tiltekin ákvæði tilskipunar Evrópusambandsins (ESB) 2019/904 um að draga úr áhrifum tiltekinna plastvara á umhverfið og auk þess innleiða að fullu framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2151 um reglur um samræmdar nákvæmar skilgreiningar um merkingar á einnota plastvörum sem eru tilgreindar í D-hluta viðaukans við tilskipun (ESB) 2019/904.
Í reglugerðardrögunum sem nú eru til kynningar er kveðið á um skyldu til að merkja sérstaklega þær plastvörur sem eru einnota og eru upptaldar í drögunum í samræmi við lágmarkskröfur framkvæmdarreglugerðar ESB 2020/2151. Um er að ræða vörur sem eru í almennri notkun, s.s. tíðavörur, blautþurrkur, tóbaksvörur sem innihalda plast, og bolla og glös fyrir drykkjarvörur.
Jafnframt er í drögunum kveðið á um ný landsbundin, töluleg markmið um söfnun veiðarfæraúrgangs sem byggir á skyldu hvers ríkis, í samræmi við tilskipun 2019/904, um að ríki setji sér landsbundin söfnunarmarkmið fyrir veiðarfæri sem innihalda plast. Í drögunum miðað við markmið um að á hverju ári verði safnað að lágmarki 60% af því magni veiðarfæra seminnihalda plast og sett eru á markað að meðaltali á viðkomandi almanaksári og næstu fjórum almanaksárum á undan. Gert er að skilyrði að meðhöndlun veiðarfæraúrgangs sem inniheldur plast skulivera í samræmi við forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs skv. 7. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa umhverfis og orku
trausti.hermannsson@urn.is