Til umsagnar
8.8.–31.10.2025
Í vinnslu
1.–10.11.2025
Samráði lokið
11.11.2025
Mál nr. S-142/2025
Birt: 8.8.2025
Fjöldi umsagna: 155
Annað
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfismál
Tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkuýtingu landsvæða, nr. 24/152, var lögð fram á Alþingi 10. nóvember 2025. Í tillögunni er gert ráð fyrir að Kjalölduveita og virkjunarkostir í Héraðsvötnum verði áfram flokkaðir í biðflokk. Sjá nánar um viðbrögð við umsögnum í 3. kafla athugasemda við þingsályktunartillöguna.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs tillögu um flokkun Kjalölduveitu og virkjunarkosta í Héraðsvötnum í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar.
Þann 5. apríl 2024 skilaði verkefnisstjórn verndar- og orkunýtingaráætlunar tillögu að flokkun virkjunarkosta sem Alþingi hafði óskað eftir endurmati á með afgreiðslu verndar- og orkunýtingaráætlunar í júní 2022. Í tillögu verkefnisstjórnar er meðal annars lagt til að virkjunarkostir í Héraðsvötnum ásamt Kjalölduveitu verði flokkaðir í verndarflokk áætlunarinnar. Tillaga þess efnis var lögð fram á Alþingi á 156. löggjafarþingi en náði ekki fram að ganga.
Í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun, kemur fram að ráðherra taki tillögu verkefnisstjórnar til skoðunar og gangi frá tillögu um verndar- og orkunýtingaráætlun í samræmi við 3. gr. laganna. Ef lagðar eru til breytingar á tillögu verkefnisstjórnar skal leita umsagnar og kynna breytingarnar almenningi áður en tillagan er lögð fram á Alþingi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að setja breytingu á tillögu verkefnisstjórnar í samráðferli, þess efnis að Kjalölduveita og virkjunarkostir í Héraðsvötnum, þ.e. Skatastaðavirkjun C, Skatastaðavirkjun D, Villinganesvirkjun og Blanda, Vestari-Jökulsá verði flokkaður í biðflokk. Ekki er lögð til breyting á tillögum verkefnisstjórnar á flokkun Holtavirkjunar, Urriðafossvirkjunar og Skrokköldu. Gert er ráð fyrir að tillaga til þingsályktunar um breytingu á verndar- og orkunýtingaráætlun verði lögð fram á Alþingi á 157. löggjafarþingi haustið 2025.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa loftslags og náttúru
urn@urn.is