Til umsagnar
7.–21.8.2025
Í vinnslu
22.8.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-141/2025
Birt: 7.8.2025
Fjöldi umsagna: 6
Áform um lagasetningu
Dómsmálaráðuneytið
Almanna- og réttaröryggi
Lagt er til að að breyta ákvæðum almennra hegningarlaga um öryggisráðstafanir, þ.e. 62.-67. gr. laganna. Markmiðið er að skýra ákvæðin í því skyni að bæta þjónustu og tryggja öryggi almennings.
Ákvæði almennra hegningarlaga um öryggisráðstafanir hafa að mestu staðið efnislega óbreytt frá setningu laganna. Skort hefur á samræmi í dómaframkvæmd í málum og heimild laganna um öryggisráðstafanir hefur sjaldan verið beitt.
Með frumvarpinu er meðal annars lagt til að skýrt sé hvenær megi grípa til hvaða öryggisráðstafana og á hverju slík ákvörðun skuli byggjast. Þá er lögð til heimild til að vista einstaklinga áfram í fangelsi eftir afplánun refsidóms með því skilyrði að einstaklingurinn hafi gerst sekur um alvarlegt afbrot og að taldar séu verulegar líkur á því, í ljósi sakaferils og andlegs ástands viðkomandi við lok afplánunar, að hann muni fremja ofbeldis- eða kynferðisbrot þegar afplánun lýkur og sé því hættulegur umhverfi sínu.
Með breytingunum er einnig leitast við að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru skv. stjórnarskrá, mannréttindasáttmála Evrópu, eins og þær hafa verið túlkaðar og útfærðar í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu, auk annarra mannréttindaskuldbindinga.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa almanna- og réttaröryggis
dmr@dmr.is