Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 17.7.–15.8.2025

2

Í vinnslu

  • 16.8.2025–

Samráði lokið

Mál nr. S-133/2025

Birt: 17.7.2025

Fjöldi umsagna: 3

Drög að reglugerð

Félags- og húsnæðismálaráðuneytið

Örorka og málefni fatlaðs fólks

Drög að reglugerð um þjónustugátt

Málsefni

Félags- og húsnæðismálaráðuneytið kynnir til samráðs drög að reglugerð um þjónustugátt.

Nánari upplýsingar

Þann 22. júní 2024 voru á Alþingi samþykkt lög um breytingu á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga, nr. 104/2024. Lögin kveða á um umfangsmiklar breytingar á örorku- og endurhæfingarkerfinu sem taka gildi 1. september 2025. Samhliða gildistöku framangreindra laga er gert ráð fyrir að setja reglugerð um þjónustugátt samkvæmt heimild í 31. og 63. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007.

Reglugerð um þjónustugátt er ætlað að gilda um starfrækslu þjónustugáttar skv. 28. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007. Tilgangur þjónustugáttar er að tryggja nauðsynlega yfirsýn yfir viðurkenndar meðferðir og endurhæfingarþjónustu sem einstaklingar fá á hverjum tíma og til að stuðla að samfellu í þjónustu og greiðslum hjá þeim sem þurfa þjónustu fleiri en eins þjónustuaðila.

Samkvæmt drögunum að reglugerðinni geta tilgreindir þjónustuaðilar miðlað nauðsynlegum upplýsingum sín á milli, þar á meðal viðkvæmum persónuupplýsingum. Tilgreindir þjónustuaðilar samkvæmt drögunum eru VIRK - Starfsendurhæfingarsjóður, félagsþjónusta sveitarfélaga, Vinnumálastofnun, sjúkrahús og heilsugæslur.

Markmið reglugerðarinnar er að stuðla að öruggri skráningu, miðlun og varðveislu upplýsinga í þjónustugátt sem og skiptingu ábyrgðar á gögnum.

Samkvæmt drögunum ber Tryggingastofnun ábyrgð á miðlægum rekstri gáttarinnar en hver þjónustuaðili ber ábyrgð á þeim upplýsingum sem þeir miðla og sækja í þjónustugáttina. Í drögunum er rík áhersla lögð á persónuvernd, meðalhóf og gæði upplýsinga.

Tryggingastofnun annast framkvæmd reglugerðarinnar samkvæmt drögunum og ber m.a. skylda til að halda skrá um lýsigögn yfir upplýsingar sem fara um þjónustugáttina.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa vinnumarkaðar

frn@frn.is