Til umsagnar
15.–29.7.2025
Í vinnslu
30.7.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-129/2025
Birt: 15.7.2025
Fjöldi umsagna: 0
Áform um lagasetningu
Dómsmálaráðuneytið
Almanna- og réttaröryggi
Áformað er að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um Schengen-upplýsingakerfið, nr. 51/2021 (skráning að beiðni Löggæslusamvinnustofnunar Evrópu).
Lagt er til að breytingar verði gerðar á lögum um Schengen-upplýsingakerfið til að innleiða reglugerð (ESB) um breytingu á reglugerð (ESB) 2018/1862 að því er varðar innfærslu upplýsingaskráningar í Schengen-upplýsingakerfið um ríkisborgara þriðju landa í þágu Sambandsins. Með breytingunum verður heimilt að skrá upplýsingar um ríkisborgara þriðju ríkja sem tengjast hryðjuverkum eða öðrum alvarlegum afbrotum samkvæmt gögnum sem þriðju ríki eða alþjóðastofnanir veita Löggæslusamvinnustofnun Evrópu. Beiðni þarf að berast frá Löggæslusamvinnustofnun Evrópu um skráningu og verður einungis heimilt að skrá upplýsingar í kerfið að undanfarinni greiningu og sannprófun gagnanna. Innleiðing reglugerðarinnar er liður í alþjóðlegum skuldbindingum Íslands sem þátttakanda í Schengen-samstarfinu.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa almanna- og réttaröryggis
tanja.johannsdottir@dmr.is