Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.–31.7.2025

2

Í vinnslu

  • 1.8.2025–

Samráði lokið

Mál nr. S-128/2025

Birt: 14.7.2025

Fjöldi umsagna: 0

Áform um lagasetningu

Dómsmálaráðuneytið

Dómstólar

Áform um breytingu á lögum um meðferð sakamála (bótafjárhæðir)

Málsefni

Áform um breytingu á lögum um meðferð sakamála (bótafjárhæðir).

Nánari upplýsingar

Dómsmálaráðuneytið hefur undanfarið leitað leiða til þess að gera meðferð bótakrafna sem hafðar eru uppi á grundvelli laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, skilvirkari, einfaldari og fyrirsjáanlegri. Hefur þá jafnframt verið litið til þess að fækka dómsmálum af því tagi eftir föngum og einfalda þannig aðgengi þeirra sem rétt eiga á bótum til greiðslu bóta.

Veigamestu breytingarnar sem áformaðar eru, verður lögfesting heimildar til setningar viðmiðunarfjárhæða bóta, sem taki mið af dómaframkvæmd, sem ríkislögmanni verður ætlað að líta til við meðferð bótakrafna hjá embættinu. Með því verður fyrirsjáanleiki aukinn enda ætti þá bótakrefjanda, sem og lögmanni hans ef honum er til að dreifa, að vera ljós frá upphafi hver líkleg bótafjárhæð er sem og bótafjárhæðir í sambærilegum málum. Setning slíkra viðmiðunarreglna stuðlar jafnframt að jafnræði við meðferð bótakrafna.

Aukinn fyrirsjáanleiki og skilvirkni við meðferð bótakrafna sem hafðar eru uppi á grundvelli laga um meðferð sakamála dregur jafnframt úr þörf á rekstri dómsmála þess efnis. Því er áformað að fella brott fyrirmæli 1. mgr. 248. gr. laganna um að veita skuli viðkomandi gjafsókn í héraði. Eftir sem áður verður bótakrefjanda heimilt að sækja um gjafsókn eftir almennum reglum telji hann rétt að höfða dómsmál til greiðslu bóta.

Ekki er til skoðunar að gera efnislegar breytingar á bótareglum 246. gr. laga um meðferð sakamála sem slíkum.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa réttarfars og stjórnsýslu

dmr@dmr.is