Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 11.7.–20.8.2025

2

Í vinnslu

  • 21.8.2025–

Samráði lokið

Mál nr. S-124/2025

Birt: 11.7.2025

Fjöldi umsagna: 7

Áform um lagasetningu

Félags- og húsnæðismálaráðuneytið

Örorka og málefni fatlaðs fólks

Áform um breytingar á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011

Málsefni

Félags- og húsnæðismálaráðuneytið kynnir til samráðs áform um breytingar á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011.

Nánari upplýsingar

Fyrirhugað er að gera breytingar á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011. Markmið lagasetningarinnar er að stuðla að bættu jafnrétti og aðgengi í þjónustu við fatlað fólk en það er eitt helsta atriðið sem samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks kveður á um. Breytingarnar eru í sex liðum.

Í fyrsta lagi er lagt til að heiti laganna verði breytt þannig að það endurspegli innihald þeirra betur. Lagt er til að nýtt heiti laganna verði „Lög um réttindavernd fatlaðs fólks”.

Í öðru lagi er lagt til að réttindavakt ráðuneytisins, sem starfar á grundvelli 3. gr. laganna, verði lögð niður. Hlutverk réttindavaktar skarast að mörgu leyti á við hlutverk annarra aðila, m.a. Mannréttindastofnunar Íslands, verkefnastjórnar um landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks og samráðsnefndar um sömu málefni, sbr. 36 gr. laga nr. 38/2018.

Í þriðja lagi er lagt til að skýrt verði og skerpt á eftirlits- og leiðbeiningarhlutverki réttindagæslumanna í III. kafla laganna. Markmið slíkra breytinga er að skýrt verði að um eftirlitsaðila er að ræða en ekki stjórnvald sem tekur bindandi ákvarðanir.

Í fjórða lagi er lagt til að IV. kafli um persónulega talsmenn verði endurskoðaður með það að markmiði að tryggja réttindi og sjálfsákvörðunarrétt fatlaðs fólks enn betur. Eru þær breytingar m.a. hugsaðar til að mæta betur þörfum notenda sem eiga í erfiðleikum með að nálgast fjárminu sína og/eða fá aðstoð við ráðstöfun þeirra.

Í fimmta lagi er lagt til að nauðung samkvæmt lögunum miðist við 18 ára aldur. Nauðung í þjónustu við börn er af öðrum lagalegum toga en sú sem beitt er gagnvart einstaklingum sem náð hafa sjálfræðisaldri og því ætti öll meðferð mála er snýr að þjónustu við börn, þ. á m. beiting nauðungar, að vera á forræði barnaverndaryfirvalda.

Í sjötta lagi er lagt til að verkefni nefndar um undanþágu frá banni við beitingu nauðungar (undanþágunefnar) verði formlega færð til úrskurðarnefndar velferðarmála (ÚRVEL). Markmiðið með breytingunni er að auka skilvirkni í málsmeðferð og ákvarðanatöku, einfalda ferla, minnka biðtíma eftir ákvörðun, auðvelda eftirlit og tryggja að mál séu afgreidd á samræmdan hátt.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (8)

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa félags- og lífeyrismála

aslaug.bjornsdottir@frn.is