Til umsagnar
11.7.–15.8.2025
Í vinnslu
16.8.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-123/2025
Birt: 11.7.2025
Fjöldi umsagna: 16
Áform um lagasetningu
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið
Fjölskyldumál
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið kynnir til samráðs áform um breytingu á lögum um málefni innflytjenda.
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar segir m.a. að sérstaklega verði hugað að íslenskri tungu og menningu til að varðveita og styrkja sjálfsmynd þjóðar. Mannréttindi og virðing fyrir fjölbreytileika verði leiðarstef og leitast verði við að skapa breiða sátt um þau málefni sem skipta þjóðina mestu. Þeim markmiðum verði náð m.a. með því að innflytjendur fái tækifæri til að læra íslensku og taka virkan þátt í samfélaginu. Þá vill ríkisstjórnin gæta samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála.
Í ljósi framangreinds þykir tilefni til að leggja fram á Alþingi frumvarp til nýrra heildarlaga um málefni innflytjenda þar sem lög nr. 116/2012, um sama efni, verði felld brott. Er þannig gert ráð fyrir að ákvæði gildandi laga nr. 116/2012 verði færð yfir í ný heildarlög um málefni innflytjenda auk þess sem í nýjum lögum verði lögð áhersla á móttöku einstaklinga sem fengið hafa vernd hér á landi og þátttöku þeirra í íslensku samfélagi í því skyni að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa vinnumarkaðar
frn@frn.is