Til umsagnar
11.7.–15.8.2025
Í vinnslu
16.8.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-121/2025
Birt: 11.7.2025
Fjöldi umsagna: 7
Áform um lagasetningu
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið
Húsnæðis- og skipulagsmál
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið kynnir til samráðs áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998 (fyrirkomulag hlutdeildarlána).
Hlutdeildarlánum var komið á laggirnar haustið 2020 en um er að ræða eitt form húsnæðisstuðnings stjórnvalda til að stuðla að húsnæðisöryggi og jafnrétti landsmanna í húsnæðismálum. Slíkur húsnæðisstuðningur hefur það að markmiði að öll hafi aðgengi að öruggu og góðu húsnæði með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði.
Hlutdeildarlán eru lán sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) veitir þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð og þeim sem ekki hafa átt íbúðarhúsnæði síðastliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum með það að markmiði að brúa eiginfjárkröfu við íbúðarkaup fyrir þá sem þess þurfa. Markmið hlutdeildarlána er þannig að bæta stöðu ungra og tekjulágra á húsnæðismarkaði með því að brúa bilið við fyrstu fasteignarkaup.
Nú þegar fimm ár eru liðin frá lögfestingu úrræðisins er tímabært að taka úrræðið til heildarendurskoðunar í því skyni að gera hlutdeildarlán skilvirkari og festa þau í sessi í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins frá 21. desember 2024. Tryggja þarf mánaðarlegar úthlutanir hlutdeildarlána og aukinn fyrirsjáanleika til að úrræðið nái markmiðum sínum um að auðvelda fyrstu íbúðarkaup og stuðla að auknu framboði íbúða með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði. Jafnframt hefur komið í ljós að samspil tekjumarka hlutdeildarlána og annarra skilyrða lánveitinga, s.s. um greiðslubyrðarhlutfall, hefur orðið til þess að ákveðnir félagshópar, t.a.m. einstæðingar, eiga minni möguleika á að nýta sér úrræðið til íbúðarkaupa. Þá hefur reynsla af framkvæmd laganna leitt í ljós fleiri agnúa sem sníða þarf af löggjöfinni.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa húsnæðis- og skipulagsmála
frn@frn.is