Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 11.7.–15.8.2025

2

Í vinnslu

  • 16.8.2025–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-120/2025

Birt: 11.7.2025

Fjöldi umsagna: 18

Áform um lagasetningu

Félags- og húsnæðismálaráðuneytið

Húsnæðis- og skipulagsmál

Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar starfsemi Skipulagsstofnunar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar

Málsefni

Félags- og húsnæðismálaráðuneytið kynnir til samráðs áform um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar starfsemi Skipulagsstofnunar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Nánari upplýsingar

Eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar er að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir. Stofnanir ríkisins eru um 160 talsins með starfstöðvar um allt land. Helstu rök fyrir sameiningum eru þau að stærri einingar séu betur til þess fallnar að sinna kjarnaþjónustu og veita góða þjónustu. Slíkar einingar séu einnig betri rekstrareiningar. Rúmur helmingur stofnana er með færri en 50 stöðugildi. Fjórðungur stofnana er með færri en 20 stöðugildi.

Skipulagsstofnun sinnir stefnumótun, stjórnsýslu og leiðbeiningum um skipulag og framkvæmdir með sjálfbæra nýtingu auðlinda og vandaða byggð að leiðarljósi. Skipulagsstofnun starfar á grundvelli skipulagslaga, laga um skipulag haf- og strandsvæða og laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Hjá Skipulagsstofnun starfa um 25 manns.

Árið 2020 varð Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til við sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar. Um mitt ár 2022 var fasteignaskrá flutt til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar frá Þjóðskrá. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) er sjálfstæð stofnun sem lýtur sérstakri stjórn og heyrir stjórnarfarslega undir félags- og húsnæðismálaráðherra. Stofnunin starfar að stjórnsýsluverkefnum á sviði húsnæðismála, mannvirkjamála, rafmagnsöryggismála og brunavarna, fer með samhæfingarhlutverk opinberrar markaðsgæslu, og rekur fasteignaskrá ásamt því að sinna verkefnum því tengdu. Þá heldur HMS einnig utan um landeignaskrá sem er miðlægur, landfræðilegur gagnagrunnur sem geymir upplýsingar um landeignir, hnitsetta afmörkun þeirra, afstöðu og umfang. HMS ber lögum samkvæmt ábyrgð á að stuðla að jafnvægi á húsnæðismarkaði, meðal annars með húsnæðisstuðningi, lánveitingum, rannsóknum, upplýsingagjöf, áætlanagerð og eftirliti. HMS sér einnig um Húsnæðissjóð sem er í eigu og á ábyrgð ríkissjóðs og hefur það hlutverk að fjármagna lánveitingar á samfélagslegum forsendum.Hjá HMS starfa um 160 manns.

Með því að sameina starfsemi Skipulagsstofnunar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verður til öflugri stofnun sem hefur getu til að vinna að þeim kerfisbreytingum í húsnæðismálum sem boðaðar eru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins dags. 21. desember 2024. Með sameiningu næst fram einföldun stjórnsýslu skipulags- og mannvirkjamála. Ferill frá skipulagi til fullbúins mannvirkis verður hjá einni stofnun gagnvart sveitarfélögum, fasteignaeigendum og öðrum hagsmunaaðilum. Með sameiningu verður aukin áhersla á hagkvæmni í landnýtingu, sjálfbærni og nýtingu auðlinda.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa húsnæðis- og skipulagsmála

frn@frn.is