Til umsagnar
11.7.–15.8.2025
Í vinnslu
16.8.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-119/2025
Birt: 11.7.2025
Fjöldi umsagna: 5
Áform um lagasetningu
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið
Fjölskyldumál
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið kynnir til samráðs áform um breytingu á lögum um almannatryggingar til hækkunar á almennu frítekjumarki ellilífeyris.
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að almennt frítekjumark ellilífeyris verði hækkað í áföngum í 60.000 krónur á mánuði á kjörtímabilinu, miðað við verðlag í fjárlögum 2025. Kveðið er á um almennt frítekjumark ellilífeyris í lögum um almannatryggingar. Því þarf að breyta viðeigandi ákvæði í 22. gr. laganna. Í lögum um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða er kveðið á um almennt frítekjumark vegna annarra tekna en bóta samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð og er frítekjumarkið það sama og í lögum um almannatryggingar. Því þarf að breyta viðeigandi ákvæði 5. gr. laganna til að tryggja að þar verði áfram sama fjárhæð og í lögum um almannatryggingar.
Markmiðið með fyrirhugaðri lagabreytingu er að bæta kjör ellilífeyrisþega.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa vinnumarkaðar
ingibjorg.eliasdottir@frn.is