Til umsagnar
11.7.–15.8.2025
Í vinnslu
16.8.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-118/2025
Birt: 11.7.2025
Fjöldi umsagna: 6
Annað
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið
Fjölskyldumál
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið kynnir til samráðs áform um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2026-2029.
Samkvæmt 7. gr. laga um málefni innflytjenda nr. 116/2012 skal ráðherra leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda til fjögurra ára í senn að fenginni umsögn annarra ráðuneyta, stofnana, Vinnumálastofnunar og innflytjendaráðs.Í tillögunni skal kveða á um verkefni sem hafa það að markmiði að stuðla að samfélagi þar sem allir einstaklingar geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna. Framkvæmd, ábyrgð og áætlaður kostnaður verkefna skulu tilgreind í áætluninni ásamt því hvernig mati á árangri aðgerða skuli háttað.
Gildandi framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda gildir út árið 2025 og er úrlausnarefnið að vinna að nýrri áætlun fyrir árin 2026-2029.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa vinnumarkaðar
frn@frn.is