Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 8.7.–18.8.2025

2

Í vinnslu

  • 19.8.2025–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-114/2025

Birt: 8.7.2025

Fjöldi umsagna: 79

Drög að frumvarpi til laga

Dómsmálaráðuneytið

Almanna- og réttaröryggi

Frumvarp til laga um almannavarnir

Málsefni

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um almannavarnir.

Nánari upplýsingar

Lög um almannavarnir tóku gildi árið 2008 og frá þeim tíma hefur reynt verulega á viðbragðskerfi landsins og það fyrirkomulag sem kveðið er á um í lögunum. Þannig hefur almannavarnakerfið verið virkjað margsinnis vegna eðlisólíkra atburða. Sem dæmi um þau fjölbreyttu og krefjandi verkefni sem samfélagið hefur staðið frammi fyrir má nefna snjóflóð, landris, eldgos, COVID-19-faraldurinn, tölvuárásir, aurskriður og alvarleg slys. Stefna stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum gerir ráð fyrir því að lög um almannavarnir verði endurskoðuð en í stefnunni segir að komið hafi í ljós veikleikar bæði hvað varðar viðbrögð en þó enn frekar er varðar þann þátt sem snýr að viðbúnaði samfélagsins við áföllum og undirbúningi fyrir þau.

Eitt meginmarkmið frumvarpsins er að auka vægi fyrirbyggjandi aðgerða í þeim tilgangi að efla viðbúnað samfélagsins til þess að bregðast við áföllum. Ekki er með öllu hægt að koma í veg fyrir að óæskileg atvik eigi sér stað en unnt er að draga verulega úr neikvæðum áhrifum þeirra með því að auka áfallaþol samfélagsins og þar skipta fyrirbyggjandi aðgerðir sköpum. Þá er markmið frumvarpsins að skyldur og ábyrgð allra sem vinna að almannavörnum, þ.m.t. ríkis, sveitarfélaga og viðbragðsaðila, verði gerðar skýrari hvort sem um er að ræða fyrirbyggjandi aðgerðir, aðgerðir sem gripið er til á hættustundu eða við endurreisn. Með því verði almannavarnakerfið í heild sinni betur í stakk búið en áður til að takast á við hvers konar vá. Með frumvarpinu er endurreisn gefið meira vægi en áður með það að markmiði að endurspegla mikilvægi þess í heildarskipulagi almannavarna.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (29)

Umsjónaraðili

Skrifstofa almanna- og réttaröryggis

kjartan.bjarnason@dmr.is