Mál nr. S-113/2025

Birt: 7.7.2025

Fjöldi umsagna: 77

Annað

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Tillaga um flokkun virkjunarkostsins Garpsdal í nýtingarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar

Málsefni

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti kynnir til samráðs tillög um flokkun virkjunarkostsins Garpsdal í nýtingarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar.

Nánari upplýsingar

Þann 7. maí sl. skilaði verkefnisstjórn verndar- og orkunýtingaráætlunar tillögu að flokkun 10 vindorkukosta til ráðherra. Lagði verkefnisstjórnin til að allir virkjunarkostirnir yrðu flokkaðir í biðflokk. Í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun, kemur fram að ráðherra taki tillögu verkefnisstjórnar til skoðunar og gangi frá tillögu um verndar- og orkunýtingaráætlun í samræmi við 3. gr. laganna. Ef lagðar eru til breytingar á tillögu verkefnisstjórnar skal leita umsagnar og kynna breytingarnar almenningi áður en tillagan er lögð fram á Alþingi.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að setja breytingu á tillögu verkefnisstjórnar í samráðferli, þess efnis að virkjunarkosturinn Garpsdalur verði flokkaður í nýtingarflokk.

Aðrir vindorkukostir í tillögum verkefnisstjórnarinnar munu fá áframhaldandi umfjöllun hjá nýrri verkefnisstjórn sem skipuð var 12. júní 2025 og á næsta löggjafarþingi er stefnt að framlagningu þingsályktunartillögu um vindorkustefnu og jafnframt breytingum á lagaumgjörð vindorkunýtingar.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (20)

Umsjónaraðili

Skrifstofa loftslags og náttúru

urn@urn.is