Til umsagnar
3.7.–15.8.2025
Í vinnslu
16.8.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-111/2025
Birt: 3.7.2025
Fjöldi umsagna: 3
Drög að reglugerð
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið
Örorka og málefni fatlaðs fólks
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið kynnir til samráðs drög að reglugerð um sjúkra- og endurhæfingargreiðslur.
Þann 22. júní 2024 voru á Alþingi samþykkt lög um breytingu á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga, nr. 104/2024. Lögin kveða á um umfangsmiklar breytingar á örorku- og endurhæfingarkerfinu sem taka gildi 1. september 2025. Samhliða gildistöku framangreindra laga er gert ráð fyrir að setja reglugerð um sjúkra- og endurhæfingargreiðslur samkvæmt heimild í 31. og 63. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007. Gert er ráð fyrir að reglugerðin komi í stað reglugerðar um framkvæmd endurhæfingarlífeyris, nr. 661/2020.
Drög að reglugerð um sjúkra - og endurhæfingargreiðslur er fyrir einstaklinga sem geta ekki unnið eða stundað nám vegna heilsubrests eða fötlunar, sbr. 27. gr. laga um almannatryggingar. Markmið reglugerðarinnar er að stuðla að aukinni færni greiðsluþega til atvinnuþátttöku.
Í drögunum er settur fram skýr rammi um framkvæmd greiðslna sem miða að því að styðja einstaklinga aftur til atvinnuþátttöku. Í drögunum er hlutverk og ábyrgð Tryggingastofnunar, þjónustuaðila og meðferðar- og endurhæfingaraðila skilgreint í þjónustukerfinu. Áhersla er lögð á gerð vandaðra og markvissra endurhæfingaráætlana sem byggja á gagnreyndri þekkingu og eru sniðnar að þörfum hvers einstaklings. Skilgreiningar á endurhæfingu og viðurkenndri meðferð eru skýrar og undirstrika markmið greiðslnanna um að auka færni til atvinnuþátttöku. Einnig er í drögunum kveðið á um reglur um biðtíma og skilyrði fyrir því að stunda nám eða starfa samhliða greiðslum, með skýrum takmörkunum til að tryggja að áherslan sé á endurhæfingu.
Sjúkra- og endurhæfingargreiðslur geta staðið yfir í allt að 60 mánuði, með möguleika á framlengingu í 24 mánuði til viðbótar fyrir einstaklinga í viðkvæmri stöðu, og er nýjung að hægt er að fá greiðslur á meðan beðið er eftir meðferð eða endurhæfingu. Tryggingastofnun annast framkvæmdina í samstarfi við ýmsa þjónustuaðila, með áherslu á markvissar endurhæfingaráætlanir.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa vinnumarkaðar
frn@frn.is