Til umsagnar
3.7.–15.8.2025
Í vinnslu
16.8.–27.10.2025
Samráði lokið
28.10.2025
Mál nr. S-109/2025
Birt: 3.7.2025
Fjöldi umsagna: 5
Drög að reglugerð
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið
Vinnumarkaður og atvinnuleysi
Reglugerð um vinnumarkaðsúrræði, nr. 935/2025, var undirrituð 28. ágúst 2025.
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið kynnir til samráðs drög að reglugerð um vinnumarkaðsúrræði.
Markmið reglugerðarinnar er að stuðla að þátttöku atvinnuleitenda í vinnumarkaðsúrræðum og bæta möguleika fólks með mismikla starfsgetu til virkni á vinnumarkaði og er gert ráð fyrir að reglugerðin komi í stað annars vegar reglugerðar nr. 918/2020, um þátttöku atvinnuleitenda sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins í vinnumarkaðsaðgerðum og um greiðslu styrkja úr Atvinnuleysistryggingasjóði, og hins vegar reglugerðar nr. 159/1995 um öryrkjavinnu.
Í drögunum er kveðið á um vinnumarkaðsúrræði í tveimur köflum. Annars vegar vinnumarkaðsúrræði fyrir þá sem eru tryggðir samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar og hins vegar vinnumarkaðsúrræði fyrir atvinnuleitendur með skerta getu til virkni á vinnumarkaði.
Nýtt örorkulífeyriskerfi almannatrygginga tekur gildi þann 1. september nk. og er í nýju kerfi lögð áhersla á að draga úr hindrunum og aðstoða fólk sem vill og getur stundað atvinnu. Helstu nýmæli í reglugerðardrögunum tengjast þeim kerfisbreytingum og er í því sambandi meðal annars gert ráð fyrir að atvinnurekendur sem ráða til starfa atvinnuleitendur sem eiga rétt á svokölluðum hlutaörorkulífeyri í nýju örorkulífeyriskerfi geti á grundvelli samnings við Vinnumálastofnun fengið endurgreiddan hluta af launagreiðslum til viðkomandi starfsmanns.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa vinnumarkaðar
frn@frn.is