Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.6.–20.8.2025

2

Í vinnslu

  • 21.8.2025–

Samráði lokið

Mál nr. S-106/2025

Birt: 20.6.2025

Fjöldi umsagna: 34

Drög að stefnu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Drög að stefnu um líffræðilega fjölbreytni

Málsefni

Drög að stefnu um líffræðilega fjölbreytni í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um málefnið. Drögin eru unnin í samráði við önnur ráðuneyti, stofnanir, atvinnulífið, félagasamtök og almenning.

Nánari upplýsingar

Líffræðileg fjölbreytni (e. biological diversity eða biodiversity) er hugtak sem endurspeglar lífríkið í öllum sínum fjölbreytileika. Fjölbreytni lífríkisins er grundvöllur allra lífkerfa og undirstaða heilbrigðrar starfsemi vistkerfa, og þar með alls lífs á jörðinni. Allar lífverur, að okkur mönnunum meðtöldum, reiða sig á framlag vistkerfa, s.s. fæðu, lyf, búsvæði, jarðveg, súrefni og hreint vatn; í stuttu máli allt það sem gerir lífið mögulegt.

Síðast var stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni gefinn út árið 2008. Íslandi ber skylda að móta stefnu um líffræðilega fjölbreytni og uppfæra hana reglulega þar sem þjóðin hefur undirritað samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (Convention on Biological Diversity). Í ljósi þess hófst formleg endurskoðun stefnunnar þegar grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var gefin út til samráðs árið 2022.

Stýrihópur var skipaður árið 2024 af þáverandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til að halda áfram vinnunni og gefa út drög að hvítbók um stefnu Íslands varðandi líffræðilega fjölbreytni.

Hvítbókin, sem hér er lögð fram til umsagnar, er undirstaða fyrir aðgerðaáætlun sem unnið verður að í framhaldi hvítbókarvinnunnar. Hvítbókin var unnin í samráði við önnur ráðuneyti, stofnanir, atvinnulífið, félagasamtök og almenning. Það samráð var nýtt við gerð stefnunnar.

Hægt er að kjarna tilgang stefnunnar í eitt aðalmarkmið: Að styrkja sess líffræðilegrar fjölbreytni þvert á öll stjórnarstig og þvert á samfélagið. Í stefnunni eru tekin saman markmið eftir málaflokkum og er þeim skipt í sex leiðarljós sem bjóða upp á þverfaglega sýn á þátt líffræðilegrar fjölbreytni í mismunandi viðfangsefnum. Þau eru: A) Sterkur sess líffræðilegrar fjölbreytni innan stjórnkerfis, B) Verndun og endurheimt vistkerfa og tegunda, C) Sjálfbær landnotkun og auðlindanýting í sátt við líffræðilega fjölbreytni, D) Framandi ágengar tegundir, mengun og loftslagsbreytingar, E) Líffræðileg fjölbreytni fyrir samfélagið og F) Þekking er undirstaða árangurs.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hyggst á vorþingi 2026 leggja fram tillögu til þingsályktunar um stefnuna.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (54)

Umsjónaraðili

Skrifstofa loftslags og náttúru.

steinar.kaldal@urn.is