Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.6.–21.7.2025

2

Í vinnslu

  • 22.7.2025–

Samráði lokið

Mál nr. S-105/2025

Birt: 20.6.2025

Fjöldi umsagna: 0

Áform um lagasetningu

Dómsmálaráðuneytið

Almanna- og réttaröryggi

Áform um breytingar á 112. gr. almennra hegningarlaga um tálmun lögreglurannsóknar

Málsefni

Áform um breytingar á 112. gr. almennra hegningarlaga um tálmun lögreglurannsóknar

Nánari upplýsingar

Dómsmálaráðuneytið hefur haft til skoðunar þær aðstæður, sem fjallað er um í 112. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem geta komið upp þegar náinn aðstandandi aðstoðar einstakling sem grunaður er um að hafa framið afbrot með því að tálma rannsókn lögreglu, til dæmis með því að eyðileggja, breyta eða koma undan sönnunargögnum eða raska ummerkjum brots. Sú skoðun hefur leitt í ljós að ef um er ræða náinn vandamann þá er slík tálmun alltaf refsilaus, sama hversu langt viðkomandi gengur í aðstoð sinni.

Ákvæði 112. gr. almennra hegningarlaga hefur staðið óbreytt frá gildistöku laganna að því frátöldu að árið 1998 var varðhald fellt brott sem viðurlagategund. Hliðstætt ákvæði var að finna í 111. gr. almennra hegningarlaga frá 25. júní 1869.

Fyrirhuguð er endurskoðun á þessari tilhögun þ. á m. á því hvort eða að hvaða leyti slík háttsemi eigi að vera refsilaus. Er þá litið til þess tálmun lögreglurannsóknar er fallin til þess að gera lögreglu og ákæruvaldi erfiðara fyrir við rannsókn mála enda gegnir öflun og meðferð sönnunargagna lykilhlutverki við það að upplýsa sakamál og stuðlar að því að rétt verði leyst úr þeim. Ekki er útilokað að í einhverjum tilvikum leiði tálmun sakamálarannsóknar til þess að sá sem fremur afbrot komist undan refsiábyrgð.

Fyrst og fremst er áformað að endurskoða 3. mgr. 112. gr. almennra hegningarlaga en jafnframt verður til athugunar hvort tilefni sé til að endurskoða aðrar málsgreinar ákvæðisins að einhverju leyti.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (5)

Umsjónaraðili

Skrifstofa réttarfars og stjórnsýslu

dmr@dmr.is