Til umsagnar
18.6.–2.7.2025
Í vinnslu
3.7.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-104/2025
Birt: 18.6.2025
Fjöldi umsagna: 190
Áform um lagasetningu
Heilbrigðisráðuneytið
Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa
Heilbrigðisráðuneytið kynnir til umsagnar áform um frumvarp til laga um varnir gegn tóbaki og nikótíni (heildarlög).
Áformin gera ráð fyrir frumvarpi til heildarlaga um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Með frumvarpinu er lagt til að sameina ákvæði laga um tóbaksvarnir, nr. 6/2002 og ákvæði laga um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur nr. 87/2018 í eina heildarlöggjöf um varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum.
Tóbaks- og nikótínvörur eru unnar úr tóbaksplöntunni þó að nikótínvörur innihaldi ekki tóbak en sitthvor löggjöfin gildir annars vegar um tóbaksvörur og hins vegar nikótínvörur, eins og nikótínpúða og rafrettur.
Þörf er á að setja tóbaks- og nikótínvörur undir sömu löggjöf þar sem sömu eða sambærilegar reglur gilda. Í ljósi þess hve notkunin er útbreidd og að um er að ræða vörur sem er ávanabindandi og skaðlegar heilsu er brýn þörf á frekari aðgerðum og ljóst miðað við notkun ungmenna að ákvæði laga um aldurstakmörk, sýnileikabann, auglýsingabann o.fl. hafa dugað skammt.
Með frumvarpinu er stefnt að því markmiði að draga úr notkun tóbaks- og nikótínvara, sérstaklega meðal ungmenna. Auk þess að sameina núgildandi ákvæði laga um tóbaksvarnir og nikótínvörur er í frumvarpinu lagt til að efla verulega varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum. Í frumvarpinu verður lagt til að settar verði takmarkanir á sölu nikótínvara sem innihalda bragðefni sem höfða til barna en með lögum nr. 110/2023 var lagt bann við tóbaksvörum með einkennandi bragði en bannið tekur gildi 11. júní 2028. Lagt er til að sömu reglur gildi um notkun sígarettna og rafrettna, ennfremur að umbúðir nikótínvara verði einsleitar líkt og gildir um umbúðir tóbaksvara. Þá er lagt til að óheimilt verði að selja tóbaks- og nikótínvörur í netsölu, framleiðsla tóbaks- og nikótínvara verði leyfisskyld og söluaðilum verði gert skylt að spyrja kaupendur um skilríki. Í frumvarpinu verður einnig skerpt á reglum um viðurlög.
Til að auka skilvirkni og til samræmis við tillögur starfshóps um hagræðingu í ríkisrekstri eru lagðar til breytingar á eftirliti með tóbaks- og nikótínvörum en m.a. er lagt til að eftirlit með smásölu nikótínvara verði hjá heilbrigðisnefndum sveitarfélaga eða sambærilegri eftirlitsstofnun, tilkynningar á nýjum vörum verði mótteknar af ÁTVR og að eftirlit með auglýsingum á bæði tóbaks- og nikótínvörum verði hjá Neytendastofu.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa stjórnsýslu
kristin.gudmundsdottir@hrn.is