Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 5.6.–5.8.2025

Í vinnslu

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-101/2025

Birt: 5.6.2025

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Frumvarp til laga um uppbótarskatt á skattstofna innan samstæðna sem sæta lægri skatti en lágmarksskatti

Málsefni

Frumvarp til laga um lágmarksskatt (15%) á fjölþjóðleg stórfyrirtæki.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið felur í samræmdar reglur um 15% alþjóðlegs lágmarksskatts fjölþjóðlegra samstæðna með tekjur umfram 750 milljón evra, með það að markmiði að draga úr skaðlegri skattasamkeppni á milli landa. Fyrirmynd reglnanna hefur verið samin á vettvangi OECD (Inclusive Framework) sem 140 lönd hafa sammælst um að taka upp m.a. Evrópusambandið, en frumvarpið er samið á grundvelli reglna þess. Gert er ráð fyrir að Ísland verði bæði fyrir beinum og óbeinum áhrifum vegna innleiðingar alþjóðlegs lágmarksskatts. Með upptöku reglna um hæfan innlendan uppbótarskatt (QDMTT) og tekjuviðbót (IIR), líkt og lagt er til í þessu frumvarpi, verður Ísland fyrir beinum áhrifum í formi aukinna skatttekna. Taki Ísland ekki upp reglu um innlendan uppbótarskatt færist skattlagningarétturinn til annarra ríkja þó svo að hagnaðurinn myndist hjá grunneiningu með starfsemi á Íslandi. Því er Ísland að tryggja að hagnaðurinn sem myndast hér á landi verði skattalagður innanlands samkvæmt reglu um uppbótarskatt.

Þau óbeinu áhrif sem Ísland verður fyrir þegar settar eru skorður á skattasniðgöngu og skaðlega skattasamkeppni milli ríkja munu þegar uppi er staðið vega töluvert þyngra. Óbeinu áhrifin koma fram sem viðbrögð fjölþjóðlegra fyrirtækja og stjórnvalda við skattlagningu þar sem þau bregðast við nýjum hvötum. Ekki er gert ráð fyrir að mörg móðurfélög á Íslandi komi til með að falla undir reglurnar vegna hins háa tekjuþröskuldar en talið að nokkrar dóttureiningar erlendra samstæðna, með skattalegt heimilisfesti á Íslandi, muni falla undir reglurnar. Í þeim tilvikum er það í höndum móðureiningarinnar að skila inn upplýsingum til íslenskra skattyfirvalda. Verði frumvarpið að lögum koma reglurnar ekki til með að hafa áhrif að venjuleg íslensk fyrirtæki né einstaklinga.

Viltu senda inn umsögn?

Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa skattamála

fjr@fjr.is