Til umsagnar
4.6.–4.7.2025
Í vinnslu
5.7.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-99/2025
Birt: 4.6.2025
Fjöldi umsagna: 62
Drög að reglugerð
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfismál
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið leggur til breytingar á reglugerð um hávaða, nr. 724/2008.
Breytingunum er ætlað að ná betur til ákveðinnar starfsemi, auk þess sem reglugerðin hefur verið endurskoðuð í samræmi við breyttar aðstæður.
Reglugerðarbreytingin byggir á tillögu sérfræðingahóps sem í áttu sæti sérfræðingar frá Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirliti. Við nánari vinnslu tillagnanna hefur ráðuneytið haft samráð við tiltekna hagaðila og m.a. tekið mið af sænskum reglum.
Markmið reglna um hávaða er að vernda heilsu manna fyrir skaðlegum áhrifum af völdum hávaða.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa umhverfis og orku
urn@urn.is