Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 3.–24.6.2025

2

Í vinnslu

  • 25.6.–17.11.2025

3

Samráði lokið

  • 18.11.2025

Mál nr. S-98/2025

Birt: 3.6.2025

Fjöldi umsagna: 4

Drög að reglugerð

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Breyting á reglugerð um hollustuhætti

Niðurstöður

Fjórar umsagnir bárust sem voru að mestum hluta jákvæðar. Gerðar voru tvær breytingar á reglugerðinni í kjölfarið, annars vegar skýrara orðalag varðandi hæfnispróf og svo var bætt við skilgreiningu á húsnæðisúrræði. Reglugerðin var birt í B-deild Stjórnartíðinda 6. júní 2025, sjá nr. 615/2025, sbr. hlekk hér fyrir neðan.

Málsefni

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið leggur til breytingar á reglugerð um hollustuhætti, nr. 903/2024.

Nánari upplýsingar

Breytingarnar snúa að námskeiðum fyrir þá sem stunda húðrof, og er lagt til að Umhverfis- og orkustofnun verði heimilt að viðurkenna námskeið sem þau sem stunda húðrof hafa sótt, þ.e. önnur námskeið en þau sem reglugerðin kveður sérstaklega á um, að krafa verði gerð um endurmenntun þeirra sem stunda húðrof á fimm ára fresti, og að þeir sem starfa við húðrof þurfi ekki að framvísa skírteini um að hafa staðist hæfnispróf fyrr en 1. janúar 2026.

Þá er lagt til að sett verði inn ákvæði sem kveður á um að breyting á rekstraraðila starfsleyfis að rekstri sem heyrir undir reglugerðina krefst ekki auglýsingar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (11)

Umsjónaraðili

Skrifstofa umhverfis og orku

urn@urn.is