Til umsagnar
2.6.–29.8.2025
Í vinnslu
Samráði lokið
Mál nr. S-97/2025
Birt: 2.6.2025
Fjöldi umsagna: 3
Drög að frumvarpi til laga
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfismál
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti kynnir til samráðs drög að frumvarpi um setningu nýrra heildarlaga um loftslagsmál.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál. Frumvarpið miðar að því að efla stjórnsýslu loftslagsmála og tryggja skilvirka innleiðingu aðgerða. Meginmarkmið eru m.a. að skýra stefnumörkun stjórnvalda með skammtíma- og langtímamarkmiðum, setja loftslagsstefnu með tölulegum markmiðum, treysta vísindalegar forsendur aðgerða og tryggja aðlögun samfélags og lífríkis að loftslagsbreytingum.
Áhersla er lögð á réttlát umskipti, aukna samhæfingu innan stjórnsýslunnar og árlega skýrslugjöf til Alþingis. Umsagnarfrestur er til 29. ágúst nk.
Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.
Skrifstofa loftslags og náttúru
urn@urn.is