Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 2.–30.6.2025

2

Í vinnslu

  • 1.7.–4.8.2025

3

Samráði lokið

  • 5.8.2025

Mál nr. S-96/2025

Birt: 2.6.2025

Fjöldi umsagna: 7

Annað

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Drög að uppfærðri stöðuskýrslu um innleiðingu Árósarsamningsins

Málsefni

Uppfærð stöðuskýrsla um innleiðingu Árósasamningins um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum.

Nánari upplýsingar

Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið setur til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda drög að uppfærðri skýrslu um stöðu innleiðingar Árósasamningsins hér á landi. Skýrslan verður fjórða skýrsla Íslands um innleiðingu samningsins.

Ísland fullgilti í október 2011 Árósasamninginn um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. Þar með varð Ísland fullgildur aðili að samningnum og því starfi sem tengist honum. Auk aðildarríkjaráðstefnu sem og ríkjafundum sem haldnir eru árlega eru á vettvangi samningsins reknir vinnuhópar um helstu málefni samningsins, þ.e. aðgang að upplýsingum, þátttökuréttindi almennings og aðgang að réttlátri málsmeðferð.

Aðildarríkjum ber að skila aðildarríkjaskýrslu til skrifstofu samningsins á fjögurra ára fresti þar sem farið er yfir stöðu innleiðingarákvæða samningsins í viðkomandi ríki og eru skýrslurnar teknar til umræðu á næstu aðildaríkjaráðstefnu samningsins. Mikilvægt er að öll sjónarmið komi fram í skýrslunni sem nú er unnið að, bæði sjónarmið stjórnvalda, almennings og félagasamtaka sem nýta sér þann rétt sem aðild að samningnum veitir.

Ráðuneytið hvetur alla þá sem áhuga hafa til að koma með ábendingar um drög að skýrslunni.

Nánari upplýsingar veitir Trausti Ágúst Hermannsson,

trausti.hermannsson@urn.is

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa umhverfis og orku

trausti.hermannsson@urn.is