Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 2.6.–7.7.2025

2

Í vinnslu

  • 8.–10.7.2025

3

Samráði lokið

  • 11.7.2025

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-95/2025

Birt: 2.6.2025

Fjöldi umsagna: 13

Áform um lagasetningu

Dómsmálaráðuneytið

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 og lögum um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020 (jafnlaunakerfi)

Niðurstöður

Ráðuneytinu bárust 13 umsagnir um áformin. Umsagnirnar verða teknar til skoðunar við vinnslu fyrirhugaðs frumvarps. Þegar frumvarpið liggur fyrir verður það sett í Samráðsgátt og kostur gefinn á athugasemdum.

Málsefni

Lög og reglur um jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana verða endurskoðuð með tilliti til reynslu af kerfinu og ábendinga sem fram hafa komið um framkvæmd þess.

Nánari upplýsingar

Skylda fyrirtækja og stofnana til innleiðingar jafnlaunavottunar sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85/2012 var lögfest árið 2017 með lögum um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, með síðari breytingum (jafnlaunavottun). Með breytingu á jafnréttislögunum árið 2020 var minnstu fyrirtækjum á almenna markaðnum (með 25-49 starfsmönnum) gefinn kostur á að velja á milli þess að fá jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu, sem framkvæmd er af Jafnréttisstofu sem er einfaldari og kostnaðarminni í framkvæmd.

Nú þegar nokkur ár eru liðin frá því að framangreind lög tóku gildi er ástæða til að endurskoða lög og reglur um jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana með tilliti til reynslu af kerfinu og ábendinga sem fram hafa komið um framkvæmd þess. Einnig verður horft til tillagna starfshóps forsætisráðherra um hagræðingu í ríkisrekstri sem skilað var til ríkisstjórnar 4. mars sl. um að létt verði á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð. Tilskipun Evrópusambandsins 2023/970 um launagagnsæi verður auk þess höfð til hliðsjónar.

Markmiðið er að einfalda gildandi jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana í ljósi fenginnar reynslu. Gera ferlið skilvirkara, hagkvæmara og draga úr kostnaði við framkvæmd þess fyrir fyrirtæki og stofnanir að teknu tilliti til markmiða jafnréttislaga um launajafnrétti milli kvenna og karla.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (16)

Umsjónaraðili

Skrifstofa jafnréttis- og mannréttindamála

dmr@dmr.is