Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 30.5.–25.6.2025

2

Í vinnslu

  • 26.6.2025–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-94/2025

Birt: 30.5.2025

Fjöldi umsagna: 11

Annað

Utanríkisráðuneytið

Utanríkismál

Drög að forgangslista við hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu (ESB) fyrir árin 2024 – 2029

Málsefni

Drög að forgangslista við hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu (ESB) fyrir árin 2024 – 2029.

Nánari upplýsingar

Forgangslisti mála vegna hagmunagæslu Íslands gagnvart ESB var fyrst gefinn út árið 2016. Útgáfa forgangslistans var mikið framfaraskref og hefur síðan reynst lykilverkfæri við skipulagningu hagsmunagæslunnar. Þegar síðasti forgangslisti var uppfærður í febrúar 2024 var ákveðið að listinn yrði endurskoðaður í heild sinni að afloknum kosningum til Evrópuþingsins og þegar ný framkvæmdastjórn ESB hefði tekið til starfa og birt stefnuáherslur sínar og starfsáætlun. Einnig var ákveðið að framvegis skyldi gildistími forgangslistans samræmast stefnumótunartímabilum ESB, sem afmarkast af Evrópuþingskosningum á fimm ára fresti. Nýr forgangslisti sem hér er birtur er því í grunninn, samkvæmt efni sínu, til fimm ára, 2024 – 2029. Hins vegar er gert ráð fyrir heildarendurskoðun á miðju tímabili auk reglulegra uppfærsla þess á milli, m.a. með hliðsjón af árlegum starfsáætlunum framkvæmdastjórnar ESB og nýjum málum sem koma fram og endurmati á eldri málum, eftir því sem tilefni er til og þörf krefur, sbr. tímalínu í skjalinu. Listinn er unninn samkvæmt endurskoðaðri aðferðarfræði, sem miðar að því að greina með markvissari og skipulegri hætti þau mál þar sem talið er að Ísland kunni að hafa sérstaka hagsmuni. Þá hefur gildissvið forgangslistans verið útvíkkað þannig að hann taki ekki einungis til mála sem talin eru falla undir EES-samninginn, eins og hefur verið meginstefnan hingað til, heldur endurspegli forgangslistinn forgangsmál í hagsmunagæslu Íslands gagnvart ESB heildstætt, hvort sem það er á vettvangi EES-samningsins eða í tvíhliða samskiptum Íslands og ESB.

Að loknu samráði því sem hér er efnt til og að lokinni úrvinnslu þeirra athugasemda og sjónarmiða sem kunna að berast verður listinn kynntur fyrir utanríkismálanefnd Alþingis og í framhaldi af því lagður fyrir ríkisstjórn til samþykktar. Samþykktur listi verður síðan birtur á vef Stjórnarráðsins.

Eins og áður segir þá er gert ráð fyrir heildarendurskoðun á listanum á miðju tímabili og verður þá á ný efnt til formlegs opins samráðs um efni endurskoðunarinnar. Að auki er gert ráð fyrir að listinn verði uppfærður reglulega þess á milli með einfaldri málsmeðferð og verða tilkynningar um uppfærslur birtar á Stjórnarráðsvefnum jafnóðum og þær eru gerðar og munu haghafar og almenningur eiga greiða leið til að koma að athugasemdum og ábendingum enda þótt formlegt umsagnarferli sé ekki í gangi. Þannig er lögð áhersla á að forgangslistinn sé lifandi skjal og háður stöðugu endurmati og endurskoðun samhliða því að ný sjónarmið og mál koma fram.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Viðskiptaskrifstofa

vss@utn.is