Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 27.5.–10.6.2025

2

Í vinnslu

  • 11.6.–7.9.2025

3

Samráði lokið

  • 8.9.2025

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-93/2025

Birt: 27.5.2025

Fjöldi umsagna: 16

Áform um lagasetningu

Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Áform um frumvarp til laga um brottfall á lögum nr, 42/2007, um Heyrnar- og talmeinastöð

Niðurstöður

Það bárust 16 umsagnir við áformin sem teknar verða til skoðunar við vinnslu frumvarps til laga um breytingu á lögum um Heyrnar- og talmeinastöð en frumvarpsdrögin munu einnig verða birt í Samráðsgátt stjórnvalda.

Málsefni

Heilbrigðisráðuneytið kynnir til umsagnar áform um frumvarp til laga um brottfall á lögum nr. 42/2007, um Heyrnar- og talmeinastöð.

Nánari upplýsingar

Í júlí 2024 skipaði heilbrigðisráðherra starfshóp um stefnumótun í heyrnarþjónustu sem lagði til að sett yrði á fót sérhæfð þverfagleg þjónustueining innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í stað HTÍ. Byggir frumvarpið á tillögum starfshópsins en hann lagði til að hin nýja þjónustueining taki að mestu leyti við núverandi verkefnum stofnunarinnar sem verði lögð niður samhliða brottfellingu laganna. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sinni grunnþjónustu og fræðslu, en sérfræðiþjónusta fari að mestu fram á öðru stigi heilbrigðisþjónustu, þ.e. hjá sjálfstætt starfandi heyrnarfræðingum og framangreindri þjónustueiningu. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á þriðja stigs þjónustu sem veitt er á Landspítala sem áfram sinni nýburaskimunum, ígræðsluaðgerðum og öðrum heyrnarbætandi aðgerðum. Þá eru lagðar til breytingar á umsóknarferli styrkja vegna heyrnartækja og annarra nauðsynlegra hjálpartækja fyrir heyrnarskerta og heyrnarlausa. Lagt er til að það verði á ábyrgð sjúkratryggingastofnunarinnar að afgreiða slíkar umsóknir eins og umsóknir um önnur hjálpartæki, til að jafna stöðu hópsins varðandi aðgengi að nauðsynlegum hjálpartækjum. Þar sem til stendur að færa þjónustu Heyrnar- og talmeinastöðvar undir heilsugæslu og sérhæfða þverfaglega þjónustueiningu er nauðsynlegt að fella lögin brott.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (9)

Umsjónaraðili

Skrifstofa heilbrigðisþjónustu

hrn@hrn.is