Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 21.5.–4.6.2025

2

Í vinnslu

  • 5.6.2025–

Samráði lokið

Mál nr. S-91/2025

Birt: 21.5.2025

Fjöldi umsagna: 6

Annað

Heilbrigðisráðuneytið

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Drög að skýrslu um aðgerðaáætlun lýðheilsustefnu 2025-2029

Málsefni

Heilbrigðisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að skýrslu um aðgerðaáætlun lýðheilsustefnu til næstu fimm ára í samræmi við lýðheilsustefnu til ársins 2030.

Nánari upplýsingar

Í lýðheilsustefnu til ársins 2030, sem var samþykkt á Alþingi í júní 2021, er mörkuð metnaðarfull framtíðarsýn í lýðheilsumálum. Í stefnunni kemur fram að heilbrigðisráðherra leggi árlega fram á Alþingi aðgerðaáætlun til fimm ára sem dregur fram forgangsröðun í lýðheilsustefnu stjórnvalda. Þetta er þriðja aðgerðaáætlun lýðheilsustefnu sem er lögð fyrir Alþingi og gildir hún fyrir árin 2025 til og með 2029. Árlega verður forgangsröðun aðgerða endurmetin í takt við samþykkt fjárlög frá Alþingi.

Í lýðheilsustefnu eru sett fram sjö lykilviðfangsefni með stefnumiðum sem eiga að varða þá leið sem nauðsynlegt er að feta til að styrkja stoðir lýðheilsustarfs á Íslandi og horft er til við uppbyggingu aðgerðaáætlunar:

1. Forysta til árangurs.

2. Rétt þjónusta á réttum stað.

3. Fólkið í forgrunni.

4. Virkir notendur.

5. Skilvirk þjónustukaup.

6. Gæði í fyrirrúmi.

7. Hugsað til framtíðar.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa lýðheilsu og vísinda

hrn@hrn.is