Til umsagnar
15.–28.5.2025
Í vinnslu
29.5.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-90/2025
Birt: 15.5.2025
Fjöldi umsagna: 6
Drög að stefnu
Innviðaráðuneytið
Sveitarfélög og byggðamál
Sóknaráætlun Suðurlands 2025-2029 hefur verið sett í opið samráðsferli þar sem allir geta sent inn ábendingar og tillögur varðandi áætlunina, markmið hennar og innihald.
Sóknaráætlun Suðurlands 2025–2029 er sértæk byggðaáætlun Suðurlands og sameiginleg stefna sveitarfélaga á Suðurlandi um sjálfbæra þróun. Hún er jafnframt leiðarljós fyrir störf Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), byggðaþróunarfulltrúa og annarra hagaðila sem vinna að framþróun svæðisins.
Áætlunin byggir á víðtæku samráði við íbúa, sveitarfélög, atvinnulíf og stofnanir og mótar sameiginlega sýn Sunnlendinga á framtíð svæðisins. Hún sameinar sveitarfélögin með samræmdri stefnu um forgangsmál í byggða- og samfélagsþróun.
Sóknaráætlunin er hluti af formlegu samstarfi ríkis og sveitarfélaga samkvæmt lögum nr. 69/2015 og með samningi sem tryggir fjármögnun verkefna í gegnum Uppbyggingarsjóð Suðurlands og áhersluverkefni í landshlutanum.
Byggt er á meginmarkmiðum Byggðaáætlunar, landsskipulags- og loftslagsstefnu, heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og svæðisbundnum áherslum á Suðurlandi. Áætlunin spannar fjórar meginstoðir: atvinnu og nýsköpun, samfélag, umhverfi og innviði – með skýrum markmiðum og aðgerðum sem styðja við sjálfbærni, samkeppnishæfni og lífsgæði íbúa. Jafnframt tekur hún mið af stefnumörkun norrænu ráðherranefndarinnar og stefnuviðmiðum OECD um byggðamál.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Þórður Freyr Sigurðsson
thordur@sass.is