Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 15.–28.5.2025

2

Í vinnslu

  • 29.5.2025–

Samráði lokið

Mál nr. S-90/2025

Birt: 15.5.2025

Fjöldi umsagna: 6

Drög að stefnu

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Sóknaráætlun Suðurlands 2025-2029

Málsefni

Sóknaráætlun Suðurlands 2025-2029 hefur verið sett í opið samráðsferli þar sem allir geta sent inn ábendingar og tillögur varðandi áætlunina, markmið hennar og innihald.

Nánari upplýsingar

Sóknaráætlun Suðurlands 2025–2029 er sértæk byggðaáætlun Suðurlands og sameiginleg stefna sveitarfélaga á Suðurlandi um sjálfbæra þróun. Hún er jafnframt leiðarljós fyrir störf Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), byggðaþróunarfulltrúa og annarra hagaðila sem vinna að framþróun svæðisins.

Áætlunin byggir á víðtæku samráði við íbúa, sveitarfélög, atvinnulíf og stofnanir og mótar sameiginlega sýn Sunnlendinga á framtíð svæðisins. Hún sameinar sveitarfélögin með samræmdri stefnu um forgangsmál í byggða- og samfélagsþróun.

Sóknaráætlunin er hluti af formlegu samstarfi ríkis og sveitarfélaga samkvæmt lögum nr. 69/2015 og með samningi sem tryggir fjármögnun verkefna í gegnum Uppbyggingarsjóð Suðurlands og áhersluverkefni í landshlutanum.

Byggt er á meginmarkmiðum Byggðaáætlunar, landsskipulags- og loftslagsstefnu, heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og svæðisbundnum áherslum á Suðurlandi. Áætlunin spannar fjórar meginstoðir: atvinnu og nýsköpun, samfélag, umhverfi og innviði – með skýrum markmiðum og aðgerðum sem styðja við sjálfbærni, samkeppnishæfni og lífsgæði íbúa. Jafnframt tekur hún mið af stefnumörkun norrænu ráðherranefndarinnar og stefnuviðmiðum OECD um byggðamál.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Þórður Freyr Sigurðsson

thordur@sass.is