Til umsagnar
14.5.–23.6.2025
Í vinnslu
24.6.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-89/2025
Birt: 14.5.2025
Fjöldi umsagna: 29
Áform um lagasetningu
Innviðaráðuneytið
Sveitarfélög og byggðamál
Lagt er til að fella úr gildi undanþágu rafveitna (vatnsafls-, jarðvarma- og vindaflsvirkjana) frá fasteignamati.
Innviðaráðherra áformar að leggja fram frumvarp á haustþingi um afnám á undanþágu rafveitna (vatnsafls- og jarðvarmavirkjanna og vindmylla) frá fasteignamati.
Frumvarpið mun byggja á tillögum starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu sem skipaður var af þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra sem var falið að greina hvernig ávinningur vegna auðlindanýtingar, þ.m.t. orkuframleiðslu, geti skilað sér í ríkari mæli til nærsamfélagsins. Starfshópurinn skilaði niðurstöðum sínu í skýrslu sem kynnt var í febrúar 2024. Tillaga starfshópsins felur m.a. í sér að felld verði niður undanþága rafveitna frá fasteignamati, en undanþágan hefur leitt til þess að stærstur hluti mannvirkja til orkuframleiðslu er undanþeginn fasteignaskatti, sjá hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/02/12/Skyrsla-starfshops-um-skattlagningu-orkuvinnslu/.
HMS og verkefnahópur á vegum stofnunarinnar hefur unnið nánari greiningu á því hvernig fasteignamat rafveitna og álagning fasteignaskatts getur farið fram í samræmi við tillögur starfshópsins. Einnig hefur Jöfnunarsjóður sveitarfélaga útfært tillögur að reglum um hvernig skuli fara þegar fasteignaskattstekjur vegna rafveitna til einstaka sveitarfélaga leiða til þess að sveitarfélag fær mun hærri tekjur per íbúa en önnur sambærileg sveitarfélög eins og starfshópurinn lagði til. Frumvarpið mun byggja á framangreindri vinnu HMS, Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og skýrslu starfshópsins frá 2024 en í fylgigögnum með áformunum er útfærslan á fasteignamati rafveitna og álagning fasteignaskatts kynnt nánar.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa sveitarfélaga, stafrænna innviða og byggðamála
irn@irn.is