Til umsagnar
30.4.–21.5.2025
Í vinnslu
22.5.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-82/2025
Birt: 30.4.2025
Fjöldi umsagna: 6
Áform um lagasetningu
Heilbrigðisráðuneytið
Málefni aldraðra
Með frumvarpi um breytingu á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, er ætlunin að fækka færni- og heilsumatsnefndum í hverju heilbrigðisumdæmi og setja í þeirra stað eina nefnd fyrir landið allt.
Heilbrigðisráðuneytið áformar að leggja fram á haustþingi 2025 frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, þar sem færni- og heilsumatsnefndum verður fækkað úr sjö landshlutabundnum nefndum í hverju heilbrigðisumdæmi niður í eina færni- og heilsumatsnefnd sem kemur til með að starfa fyrir landið allt.
Í 2. mgr. 15. gr. laga, nr. 125/1999, um málefni aldraðra, er kveðið á um færni- og heilsumatsnefndir. Samkvæmt ákvæðinu skipar ráðherra þriggja manna nefnd í hverju heilbrigðisumdæmi sem annast færni- og heilsumat. Lagt verður til að ákvæðinu verði breytt með þeim hætti að ekki verður vísað í nefndir í hverju umdæmi heldur að ein nefnd taki til landsins í heild.
Nauðsynlegt er að tryggja hlutleysi við mat á þörf fyrir hjúkrunarrými en nú er ákveðin óskilvirkni við öflun upplýsinga um umsækjendur sem og við úthlutun rýma. Við breytinguna er gert ráð fyrir að meira samræmi verði við gerð færni- og heilsumats ásamt einföldun varðandi umsóknir og mat.
Með breytingunni er gert ráð fyrir að hægt verði að spara um 37 m.kr. árlega.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa stjórnsýslu
hrn@hrn.is