Til umsagnar
11.4.–2.5.2025
Í vinnslu
3.5.–9.7.2025
Samráði lokið
10.7.2025
Mál nr. S-77/2025
Birt: 11.4.2025
Fjöldi umsagna: 7
Áform um lagasetningu
Innviðaráðuneytið
Samgöngu- og fjarskiptamál
Lagt hefur verið mat á allar athugasemdir í umsögnum sem bárust. Námsskrá og listi yfir kennara verður háð samþykki Samgöngustofu. Þá verður námið háð eftirliti stofnunarinnar, líkt og gildir um annað nám í siglingatengdum greinum. Er því ekki talin ástæða til að ætla að gæði náms skv. reglugerð sem sett verður í samræmi við fyrirhugaða breytingu á lögum verði minni en gæði náms í öðrum fagskólum. Í greinargerð frumvarpsins verður hvatt til samráðs við fagskóla við myndun námskrár.
Með frumvarpi um breytingu á lögum um áhafnir skipa nr. 82/2022 er ætlunin að bregðast við vanda Slysavarnafélagsins Landsbjargar við mönnum nýrra björgunarskipa.
Innviðaráðuneytið áformar að leggja til að í lögum verði heimild fyrir ráðherra til að setja í reglugerð nánari ákvæði um menntun og þjálfun á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Slysavarnaskóla sjómanna til skipstjórnar og vélgæslu á björgunarskipum sem og nánari ákvæði um lágmarksréttindi til skipstjórnar og vélgæslu á björgunarskipum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem gegna sérhæfðu hlutverki.
Áformað er að heimild til setningar reglugerðar verði takmörkuð á eftirfarandi veg:
• Námskrá og listi yfir kennara eru háð samþykki Samgöngustofu.
• Samgöngustofa hefur eftirlit með náminu.
• Námið gildir eingöngu til starfa um borð í skipum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar skv. skipaskrá.
• Námið og siglingatími í framhaldi af því í skipum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar nýtist ekki til að öðlast önnur réttindi skv. lögunum.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa samgangna
katrin.palsdottir@irn.is