Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 11.4.–2.5.2025

2

Í vinnslu

  • 3.5.–9.7.2025

3

Samráði lokið

  • 10.7.2025

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-77/2025

Birt: 11.4.2025

Fjöldi umsagna: 7

Áform um lagasetningu

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um áhafnir skipa nr. 82/2022

Niðurstöður

Lagt hefur verið mat á allar athugasemdir í umsögnum sem bárust. Námsskrá og listi yfir kennara verður háð samþykki Samgöngustofu. Þá verður námið háð eftirliti stofnunarinnar, líkt og gildir um annað nám í siglingatengdum greinum. Er því ekki talin ástæða til að ætla að gæði náms skv. reglugerð sem sett verður í samræmi við fyrirhugaða breytingu á lögum verði minni en gæði náms í öðrum fagskólum. Í greinargerð frumvarpsins verður hvatt til samráðs við fagskóla við myndun námskrár.

Málsefni

Með frumvarpi um breytingu á lögum um áhafnir skipa nr. 82/2022 er ætlunin að bregðast við vanda Slysavarnafélagsins Landsbjargar við mönnum nýrra björgunarskipa.

Nánari upplýsingar

Innviðaráðuneytið áformar að leggja til að í lögum verði heimild fyrir ráðherra til að setja í reglugerð nánari ákvæði um menntun og þjálfun á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Slysavarnaskóla sjómanna til skipstjórnar og vélgæslu á björgunarskipum sem og nánari ákvæði um lágmarksréttindi til skipstjórnar og vélgæslu á björgunarskipum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem gegna sérhæfðu hlutverki.

Áformað er að heimild til setningar reglugerðar verði takmörkuð á eftirfarandi veg:

• Námskrá og listi yfir kennara eru háð samþykki Samgöngustofu.

• Samgöngustofa hefur eftirlit með náminu.

• Námið gildir eingöngu til starfa um borð í skipum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar skv. skipaskrá.

• Námið og siglingatími í framhaldi af því í skipum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar nýtist ekki til að öðlast önnur réttindi skv. lögunum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

katrin.palsdottir@irn.is