Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 9.–30.4.2025

2

Í vinnslu

  • 1.–19.5.2025

3

Samráði lokið

  • 20.5.2025

Mál nr. S-75/2025

Birt: 9.4.2025

Fjöldi umsagna: 1

Áform um lagasetningu

Heilbrigðisráðuneytið

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Íslands

Niðurstöður

Umsögn leiddi ekki til breytinga á áformunum.

Málsefni

Heilbrigðisráðuneytið áformar að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Íslands.

Nánari upplýsingar

Ríkisstjórnin hefur lagt sérstaka áherslu á hagræðingu í ríkisrekstri. Í tillögum starfshóps forsætisráðherra til ríkisstjórnar, eftir samráð við almenning, sem skilað var þann 4. mars sl., er lagt til að stjórnir almennra stofnana verði lagðar niður. Segir í þessu sambandi að slíkar stjórnir hafi oft óljósa stöðu og hlutverk og hætta á að ábyrgðarskil stjórnar og forstöðumanns stofnunar verði óljós. Eru Sjúkratryggingar nefndar í dæmaskyni um þá stofnun sem kemur til skoðunar.

Frumvarpið mun fela í sér að stjórn Sjúkratrygginga verði lögð niður með breytingu á lögum um sjúkratryggingar. Þá verði hlutverk forstjóra í lögunum skýrt nánar, með það fyrir augum að hann annist, að því marki sem nauðsynlegt er talið, það hlutverk sem stjórn hefur haft með höndum. Að öðru leyti vísast til umfjöllunar í áformaskjali.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stjórnsýslu

hrn@hrn.is