Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 4.4.–9.5.2025

Í vinnslu

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Fylgiskjöl

Skrá áskrift að máli

Mál nr. S-68/2025

Birt: 4.4.2025

Fjöldi umsagna: 1

Drög að frumvarpi til laga

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Orkumál

Stefna stjórnvalda um öflun raforku

Málsefni

Með frumvarpinu er lagt til að ráðherra leggi á fjögurra ára fresti fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um öflun raforku til næstu tíu ára.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu er lagt til að ráðherra leggi á fjögurra ára fresti fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um öflun raforku til næstu tíu ára. Samkvæmt frumvarpsdrögunum er gert er ráð fyrir að slík tillaga verði fyrst lögð fram árið 2026. Með þessum hætti verður sú regla fest í sessi að ráðherra beri undir Alþingi ákveðin meginsjónarmið og markmið um orkuöflun sem taka mið af stefnumótun stjórnvalda að öðru leyti, s.s. hvað varðar atvinnu- og iðnaðarstefnu, byggðastefnu og loftslagsstefnu. Með þeim hætti verður aðkoma Alþingis að mótun slíkrar áætlunar, eftirfylgni með framkvæmd hennar og þróun tryggð.

Innsendar umsagnir (1)

Viltu senda inn umsögn?

Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa umhverfis og orku

urn@urn.is