Til umsagnar
3.–12.3.2025
Í vinnslu
13.3.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-54/2025
Birt: 3.3.2025
Fjöldi umsagna: 0
Drög að frumvarpi til laga
Atvinnuvegaráðuneytið
Landbúnaður
Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993 (riðuveiki o.fl.)
Meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja að unnt sé að innleiða tillögur sem lagðar eru fram í sameiginlegu stefnuskjali stjórnvalda og bænda, Landsáætlun um útrýmingu sauðfjárriðu, sem undirrituð var af matvælaráðherra, forstjóra Matvælastofnunar og formanni Bændasamtaka Íslands sumarið 2024.
Meginefni frumvarpsins er því þríþætt. Í fyrsta lagi að ráðherra verði fengin heimild til að setja í reglugerð skyldu til að rækta gegn dýrasjúkdómi, sem og að geta fyrirskipað ræktun. Í öðru lagi að ráðherra geti falið Matvælastofnun með reglugerð að framfylgja tilteknum aðgerðum og að taka ákvarðanir um aðgerðir í tengslum við uppkomu alvarlegra dýrasjúkdóma, auk þess að taka ákvarðanir um greiðslu bóta á grundvelli laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Í þriðja lagi er með frumvarpinu lagt til að ráðherra verði heimilt að setja ákvæði í reglugerð um flokkun landssvæða, bæja og starfsstöðva þar sem sérstakar ráðstafanir skulu gilda til að hefta útbreiðslu alvarlegra dýrasjúkdóma í samræmi við eðli viðkomandi dýrasjúkdóms og faraldsfræðilegra þátta.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa matvæla
mar@mar.is