Til umsagnar
26.2.–12.3.2025
Í vinnslu
13.3.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-51/2025
Birt: 26.2.2025
Fjöldi umsagna: 1
Drög að frumvarpi til laga
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla
Til umsagnar eru frumvarpsdrög þar sem lagðar eru til breytingar á ýmsum lögum um skatta, tolla og gjöld.
Um er að ræða breytingar á tollalögum, nr. 88/2005 og lögum um póstþónustu, nr. 98/2019, að því er varðar skyldu aðila til að tilkynna um fjármuni sem fluttir eru til og frá landinu og beitingu viðurlaga ef tilkynningarskyldunni er ekki sinnt. Einnig er um að ræða breytingar á tollalögum sem heimila tollyfirvöldum að leita í farangri farþega og áhafnar að viðkomandi fjarstöddum. Jafnframt er lagt til að bætt verði heimild í 172. gr. tollalaga, nr. 88/2005, um að beita lögaðila viðurlögum vegna brota á ákvæðinu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þá eru lagðar til breytingar á ákvæðum laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 og tollalaga, nr. 88/2005, til að tryggja málskotsrétt til yfirskattanefndar í ákveðnum málum. Þá er um að ræða breytingar á tollalögum, nr. 88/2005, til samræmis við breytingar á búvörulögum, nr. 99/1993. Að lokum eru lagðar til breytingar á ákveðnum ákvæðum í tollalögum, nr. 88/2005, lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 og lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2019 þar sem tilvísanir til ákveðinna tollskrárnúmera í ákvæðunum eru uppfærðar m.t.t. breytinga sem gerðar hafa verið á tollskránni.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa skattamála
fjr@fjr.is