Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 26.2.–12.3.2025

2

Í vinnslu

  • 13.3.2025–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Skrá áskrift að máli

Mál nr. S-50/2025

Birt: 26.2.2025

Fjöldi umsagna: 12

Drög að stefnu

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fjölskyldumál

Drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu um farsæld barna

Málsefni

Mennta- og barnamálaráðuneyti kynnir til umsagnar drög að stefnu um farsæld barna til ársins 2035.

Nánari upplýsingar

Hér eru kynnt drög að fyrstu heildstæðu stefnu íslenskra stjórnvalda um málefni barna sem mennta- og barnamálaráðherra áformar að leggja fram á Alþingi í samræmi við 3. mgr. 3. gr. laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, nr. 86/2021.

Samkvæmt drögunum grundvallast framtíðarsýn stefnunnar á því markmiði að skapa barnvænt samfélag þar sem réttindi og farsæld barna verða í öndvegi. Lagt er til að stefnan hvíli á sex stoðum:

• Jafnræði allra barna og fjölskyldna þeirra.

• Barnvæn nálgun og þátttaka barna.

• Stuðningur í þágu barna og fjölskyldna þeirra.

• Fræðsla, forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir í þágu barna.

• Framúrskarandi mannauður í þágu barna.

• Áreiðanleg og heildstæð gögn liggi til grundvallar ákvarðanatöku stjórnvalda.

Lagt er til að innleiðing stefnunnar verði viðvarandi verkefni stjórnvalda í víðtæku samráði við börn og samfélagið allt. Á grundvelli hennar verði síðan undirbúnar framkvæmdaáætlanir um verkefni ríkisins sem varða farsæld barna með mælanlegum markmiðum og aðgerðum.

Stefnan er sett fram með þeim hætti að unnt er að byggja á henni við alla stefnumótun sem tengist málefnum barna með einhverjum hætti, hvort sem að sú stefnumótun lýtur að tilteknum málaflokkum og málefnum eða réttindum barna með víðtækari hætti.

Rétt er að fram komi að um er að ræða stefnu um málefni barna. Í framhaldi og í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er áformað að móta ungmennastefnu.

Innsendar umsagnir (12)

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (5)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar

mrn@mrn.is