Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 26.2.–12.3.2025

2

Í vinnslu

  • 13.3.2025–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Skrá áskrift að máli

Mál nr. S-49/2025

Birt: 26.2.2025

Fjöldi umsagna: 8

Drög að frumvarpi til laga

Dómsmálaráðuneytið

Almanna- og réttaröryggi

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála, almennum hegningarlögum ofl. (endurheimt ávinnings af afbrotum ofl.)

Málsefni

Frumvarp um breytingar á lögum er varða endurheimt ávinnings af afbrotum í formi haldlagningar, kyrrsetningar og upptöku eigna og annarra verðmæta.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið felur í sér breytingar á m.a. lögum um meðferð sakamála, almennum hegningarlögum og lögreglulögum og hefur það að markmiði að auka skilvirkni og efla getu löggæsluyfirvalda til að endurheimta ávinning af refsiverðri háttsemi með haldlagningu, kyrrsetningu og upptöku eigna og annarra verðmæta. Frumvarpið er liður í því að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sem leiða af þátttöku Íslands í alþjóðlega fjármálaaðgerðahópum um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryjuðjuverka, FATF (e. Financial Action Task Force). Með frumvarpinu er regluverk einnig fært til betra samræmis við það sem gildir á hinum Norðurlöndunum.

Í frumvarpinu er m.a. lagt til að lögreglu verði veitt heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum og sambærilegum þjónustuveitendum án dómsúrskurðar vegna rannsóknar sakamála. Núverandi fyrirkomulag hefur sætt gagnrýni af hálfu FATF en breytingin er einnig í samræmi við það sem gildir á hinum Norðurlöndunum.

Jafnframt er lagt til að stofnuð verði sérstök eining hjá embætti héraðssaksóknara sem hefur það hlutverk að vinna markvisst að endurheimt ávinnings, annars vegar með því að vera öðrum lögregluembættum til aðstoðar og hins vegar að hafa á höndum umsjón með haldlögðum og kyrrsettum eignum í samræmi við reglugerð um meðhöndlun, vörslur og sölu haldlagðra, kyrrsettra og upptækra eigna og muna.

Ákvæðum sakamálalaga um haldlagningu og kyrrsetningu skal einnig breytt í því skyni að unnt verði að haldleggja eignir til tryggingar greiðslu sekta og sakarkostnaðar og til að koma í veg fyrir að unnt sé að krefjast aðfarar og nauðungarsölu á eignum sem lögregla hefur kyrrsett.

Loks er ákvæðum hegningarlaga um upptöku breytt á þann veg að annars vegar verður unnt að dæma einstakling til að greiða fjárhæð sem samsvarar ávinningi í þeim tilvikum er haldlögð verðmæti duga ekki til og hins vegar settar samræmdar reglur um upptöku án sakfellingar, þ.e. í þeim tilvikum er upptökuþoli er látinn, ekki er vitað hver hann er eða hann finnst ekki.

Innsendar umsagnir (8)

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (7)

Umsjónaraðili

Skrifstofa almanna- og réttaröryggis

kjartan.olafsson@dmr.is