Til umsagnar
21.2.–7.3.2025
Í vinnslu
8.3.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-46/2025
Birt: 21.2.2025
Fjöldi umsagna: 1
Drög að frumvarpi til laga
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfismál
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda hvað varðar móttöku úrgangs í höfnum.
Með frumvarpinu er ætlunin að innleiða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/883 frá 17. apríl 2019 um móttökuaðstöðu í höfnum til afhendingar úrgangs frá skipum, um breytingu á tilskipun 2010/65/ESB og um niðurfellingu tilskipunar 2000/59/EB. Tilskipunin kemur í stað eldri tilskipunar um sama efni, þ.e. tilskipun 2000/59/EB, sem hefur verið innleidd hér á landi með lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda, hafnalögum, nr. 61/2003, reglugerð um móttöku á úrgangi og farmleifum í höfnum, nr. 1200/2014 og reglugerð um gjaldtöku í höfnun vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum, nr. 1201/2014.
Markmið tilskipunarinnar er ætlað að vernda hafumhverfið frá neikvæðum áhrifum úrgangs frá skipum sem nota hafnir innan bandalagsins, á sama tíma og greið skipaumferð er tryggð. Þetta er gert með því að bæta og tryggja móttökuaðstöðu í höfnum og afhendingu úrgangs í höfnum til þess að koma í veg fyrir að úrgangur sé losaður í hafið.
Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda hvað varðar skilgreiningar á hugtökum, skyldu hafnarstjórna að gera áætlun um móttöku úrgangs og farmleifa og breytingu á gildissviði laganna varðandi tiltekin skip. Samsvarandi breyting er gerð á hafnalögum
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa framkvæmda og eftirfylgni
urn@urn.is