Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.2.–6.3.2025

2

Í vinnslu

  • 7.3.2025–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Skrá áskrift að máli

Mál nr. S-43/2025

Birt: 20.2.2025

Fjöldi umsagna: 13

Drög að frumvarpi til laga

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið

Fjölmiðlun

Stuðningur til einkarekinna fjölmiðla

Málsefni

Ákvæði X. kafla B fjölmiðlalaga nr. 38/2011 féllu úr gildi síðastliðin áramót. Með frumvarpinu er lagt til að ákvæði kaflans verði tekin upp í lögin á ný með gildistíma til næstuáramóta.

Nánari upplýsingar

Ákvæði X. kafla B fjölmiðlalaga nr. 38/2011 féllu úr gildi síðastliðin áramót en stuðningskerfið hefur verið við lýði frá 1. ágúst 2021 og var síðar framlengt með minniháttar breytingum 21. júní 2023.

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra leggur til í drögum að frumvarpi til breytinga á fjölmiðlalögum að stuðningur til einkarekinna fjölmiðla verði framlengdur til eins árs. Sú breyting er gerð frá fyrri lögum að hlutfall stuðnings til hvers umsækjanda getur samkvæmt frumvarpinu ekki orðið hærri en sem nemur 22% af fjárveitingu til verkefnisins en áður var miðað við 25%. Vinna við endurskoðun ákvæða kaflans er þegar hafin og mun frumvarp sem festir í sessi stuðning til einkarekinna fjölmiðla verða lagt fram á haustþingi. Af þeim sökum er gildistími kaflans einungis til næstu áramóta. Var það metið sem svo að vinna við endurskoðun væri ekki komin á það stig að unnt væri að leggja fram frumvarp með endurskoðuðum ákvæðum á vorþingi, en til þess að tryggja stuðning við fjölmiðla á árinu 2025 þykir nauðsynlegt að taka upp ákvæði um stuðning til einkarekinna fjölmiðla sem gilda meðan verið er að ljúka vinnu við endurskoðun stuðningsins. Áætlað er að til úthlutunar á árinu verði sambærileg upphæð og hefur verið.

Innsendar umsagnir (13)

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (38)

Umsjónaraðili

mnh@mnh.is