Til umsagnar
20.2.–6.3.2025
Í vinnslu
7.3.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-41/2025
Birt: 20.2.2025
Fjöldi umsagna: 4
Áform um lagasetningu
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið
Húsnæðis- og skipulagsmál
Félags- og húsnæðismálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum, nr. 36/1994 (almenn skráningarskylda leigusamninga í leiguskrá).
1. janúar 2023 tóku gildi breytingar á húsaleigulögum þar sem m.a. var kveðið á um skráningarskyldu leigusamninga í leiguskrá HMS, sbr. lög nr. 121/2022. Í meðförum þingsins var skráningarskyldan þó takmörkuð við leigusala sem hafa atvinnu af útleigu íbúðarhúsnæðis samkvæmt lögum um tekjuskatt (eru með 3 eða fleiri íbúðir/húsnæði til útleigu), en upphaflega stóð til að skráningarskyldan yrði almenn og næði þannig til allra leigusamninga um húsnæði sem væri leigt til íbúðar.
Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á húsaleigulögum þess efnis að skráningarskylda leigusamninga í leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verði almenn í stað þess að hún taki eingöngu til þeirra sem hafa atvinnu af útleigu íbúðarhúsnæðis samkvæmt lögum um tekjuskatt. Með því fást áreiðanlegri og heildstæðari upplýsingar um leigumarkaðinn og einstaka hluta hans, lengd leigusamninga, þróun húsaleigu, búsetu í óviðunandi húsnæði o.fl., sem nauðsynlegar eru til að undirbyggja frekari stefnumótun og ákvarðanatöku stjórnvalda í málaflokknum sem og eftirlit með svartri leigustarfsemi.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa húsnæðis- og skipulagsmála
frn@frn.is