Til umsagnar
20.2.–6.3.2025
Í vinnslu
7.3.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-40/2025
Birt: 20.2.2025
Fjöldi umsagna: 9
Áform um lagasetningu
Innviðaráðuneytið
Húsnæðis- og skipulagsmál
Félags- og húsnæðismálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga breytingu á lögum um almennar íbúðir, nr. 52/2016 (fyrirkomulag almennra íbúða).
Lög um almennar íbúðir tóku gildi 15. júní 2016 og hafa það að markmiði að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr. við upphaf leigu, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda eða að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna. Í því skyni er ríki og sveitarfélögum heimilt að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða verulegs fjárhagsvanda.
Áform eru uppi um að gera breytingar á fyrirkomulagi almennra íbúða til að húsnæðisstuðningskerfið stuðli enn frekar að auknu framboði íbúða með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði og vistvænni mannvirkjagerð, m.a. með lækkun fjármögnunarkostnaðar stofnframlagshafa. Þá er einnig nauðsynlegt að gera breytingar á löggjöfinni til að styðja við vistvænar almennar íbúðir og skuldbindingar stjórnvalda í tengslum við rammasamning ríkis og sveitarfélaga um íbúðauppbyggingu á komandi árum. Jafnframt þarf að endurskoða fyrirkomulag úthlutunar stofnframlaga til að einfalda ferla og auka skilvirkni. Þá er gert ráð fyrir að lagaumgjörð Húsnæðismálasjóðs verði endurskoðuð en sjóðnum er ætlað að tryggja sjálfbærni almenna íbúðakerfisins til framtíðar litið.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa húsnæðis- og skipulagsmála
irn@irn.is