Til umsagnar
20.2.–6.3.2025
Í vinnslu
7.3.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-39/2025
Birt: 20.2.2025
Fjöldi umsagna: 2
Áform um lagasetningu
Innviðaráðuneytið
Húsnæðis- og skipulagsmál
Félags- og húsnæðismálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús nr. 26/1994 (hunda- og kattahald).
Samkvæmt ákvæðum laga um fjöleignarhús þarf samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang fyrir hunda og kattahaldi í fjöleignarhúsum. Hefur svo verið frá árinu 2011 þegar breyting var gerð á lögunum en áður hafði verið krafist samþykkri allra eigenda fyrir slíku dýrahaldi. Þó að slakað hafi verið á kröfum um samþykki eigenda fyrir slíku dýrahaldi með þessari breytingu leggja núgildandi kröfur um samþykki aukins meirihluta stein í götu margra hunda- og kattaeigenda.
Áform eru uppi um að endurskoða núgildandi reglur um samþykki meðeigenda fyrir hunda- og kattahaldi í fjölbýlishúsum með það að markmiði að tryggja betur bæði rétt hunda- og kattaeigenda í fjöleignarhúsum án þess þó að gengið sé um of á rétt annarra eigenda til að takmarka slíkt dýrahald ef fyrir því eru málefnalegar ástæður.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa húsnæðis- og skipulagsmála
irn@irn.is