Til umsagnar
19.2.–5.3.2025
Í vinnslu
6.3.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-37/2025
Birt: 19.2.2025
Fjöldi umsagna: 15
Drög að frumvarpi til laga
Mennta- og barnamálaráðuneytið
Framhaldsskólastig
Fyrirhugaðar eru breytingar sem varða námsbrautarlýsingar, viðurkenningu einkaskóla, vinnustaðanám, samvinnu framhaldsskóla og samningsgerð, innritun nemenda og réttindi og skyldur þeirra.
Í drögum að frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um framhaldsskóla sem hafa það m.a. að markmiði að aðlaga tiltekin ákvæði gildandi laga að breytingum sem orðið hafa á ytra umhverfi framhaldsskóla frá gildistöku laganna.
Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem miða að því að afmarka með skýrari hætti hvaða ákvæði II. kafla laga um framhaldsskóla, sem eiga við um opinbera framhaldsskóla, skulu jafnframt eiga við um aðra skóla á framhaldsskólastigi sem hlotið hafa viðurkenningu ráðherra. Jafnframt er lögð til breyting er varðar viðurkenningu einkaskóla til kennslu á framhaldsskólastigi, þar sem lögð er áhersla á að skýra heimild ráðherra til að veita tímabundna viðurkenningu.
Þá eru lagðar til breytingar sem miða að því einfalda ferli námsbrautarlýsinga, en á sama tíma að tryggja eftirlit og yfirsýn ráðherra yfir námsbrautarlýsingar framhaldsskóla. Lögð er til sú breyting að nám í framhaldsskóla fari samkvæmt viðmiðunarnámsbraut ráðherra sem er hluti aðalnámskrár framhaldsskóla eða námsbrautarlýsingu framhaldsskóla sem ráðherra hefur viðurkennt.
Með frumvarpinu eru einnig lagðar til breytingar sem miða að því að skýra ábyrgð framhaldsskóla á að nemandi komist í vinnustaðanám. Einnig er lagt til að skýra hver ber ábyrgð á að halda skrá yfir fyrirtæki og vinnustaði sem uppfylla skilyrði til vinnustaðanáms og viðbrögð við því ef fyrirtæki eða vinnustaður uppfyllir ekki skilyrðin. Þá er lögð til sú breyting að mat á hæfni nemenda á vinnustaðanámi teljist hluti af námsmati.
Þá er lagt til að skýra sjónarmið sem framhaldsskólum er heimilt að líta til við ákvörðun um innritun í framhaldsskóla. Lagt er til að heimilt verði að byggja á fleiri atriðum sem tengjast nemandanum en námsárangri hans. Einnig er lagt til að skýra skyldur nemenda í framhaldsskólum og viðbrögð skóla við brotum nemenda á þessum skyldum. Þá eru lagðar til breytingar á skyldum framhaldsskóla til að gera viðbragðsáætlanir, þ.m.t. um kynferðislegt ofbeldi.
Lagðar eru til breytingar sem eiga að setja skýrari umgjörð um samstarf milli framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir að ráðherra staðfesti samstarfssamninga opinberra framhaldsskóla sem hafa veruleg áhrif á rekstur skóla, að fenginni umögn skólanefnda viðkomandi skóla. Að lokum eru lagðar til breytingar sem miða að því að skýra stöðu samninga ríkisins við einkaaðila um rekstur framhaldsskóla auk þess sem gert er ráð fyrir heimild ráðherra til að endurnýja slíka samninga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa ráðuneytisstjóra og innri þjónustu
mrn@mrn.is