Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 19.2.–5.3.2025

2

Í vinnslu

  • 6.–31.3.2025

3

Samráði lokið

  • 1.4.2025

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-36/2025

Birt: 19.2.2025

Fjöldi umsagna: 4

Drög að frumvarpi til laga

Félags- og húsnæðismálaráðuneytið

Fjölskyldumál

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 144/2020 (fjölburaforeldrar og veikindi á meðgöngu)

Niðurstöður

Drög að frumvarpinu voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda á vefnum Ísland.is frá og með 19. febrúar 2025 og var veittur frestur til og með 5. mars til að veita umsagnir um drögin (mál nr. S-36/2025). Alls bárust fjórar umsagnir um frumvarpið sem teknar voru til skoðunar en sú skoðun leiddi þó ekki til breytinga á efni frumvarpsins. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi 24. mars. 2025, sbr. hlekk hér fyrir neðan.

Málsefni

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 144/2020, (fjölburaforeldrar og veikindi á meðgöngu).

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem eru liður í því að styrkja enn frekar fæðingarorlofskerfið hér á landi, meðal annars í því skyni að stuðla að betra jafnvægi milli atvinnuþátttöku foreldra og fjölskyldulífs.

Lagt er til að aukinn réttur til fæðingarorlofs sem og aukinn réttur til fæðingarstyrks vegna fjölburafæðinga verði aukinn enn frekar þannig að foreldrar eigi sameiginlegan rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks í sex mánuði fyrir hvert barn umfram eitt sem fæðist lifandi. Einnig er lagt til að foreldrar sem frumættleiða eða taka í varanlegt fóstur fleiri börn en eitt á sama tíma eigi sameiginlegan rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks í sex mánuði fyrir hvert barn umfram eitt.

Þá er lagt til að heimilt verði að lengja fæðingarorlof foreldris sem fætt hefur barn um allt að tvo mánuði vegna alvarlegra veikinda foreldrisins í tengslum við meðgönguna, enda verði veikindin rakin til meðgöngunnar og foreldrið hafi af þeim völdum verið ófært um að annast barn sitt í fæðingarorlofi. Gert er ráð fyrir að hið sama eigi við hvað varðar rétt foreldra sem fætt hafa barn til fæðingarstyrks samkvæmt lögunum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (11)

Umsjónaraðili

Skrifstofa vinnumarkaðar

frn@frn.is