Til umsagnar
18.2.–6.3.2025
Í vinnslu
7.–25.3.2025
Samráði lokið
26.3.2025
Mál nr. S-34/2025
Birt: 18.2.2025
Fjöldi umsagna: 6
Drög að frumvarpi til laga
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál
Frumvarpið var lagt fram á Alþingi 25. mars 2025, sbr. hlekk hér fyrir neðan. Í greinargerð er fjallað um athugasemdir í umsögnum og viðbrögð við þeim.
Frumvarp til laga um breytingu á 30. gr. laga um menningarminjar, nr. 80/2012
Lagt er til að umsagnarskylda húsa á tímabilinu 1925-1940 verði lögð af og í stað þess mælt fyrir um formlega heimild sveitarfélaga og almennings sem eigenda húsa og mannvirkja, sem ekki falla undir aldursfriðun, eru varðveisluverð og hluti af byggingararfi þjóðarinnar, að leita álits Minjastofnunar Íslands ef þeir hyggjast breyta þeim, flytja þau eða rífa. Verður því um heimild að ræða óháð byggingarári en umsagnarskylda afnumin.
Sú breyting sem gerð var með 2. gr. laga nr. 126/2022 að færa viðmiðunarártal 30. gr. laga um menningarminjar í 1940 hefur haft þau áhrif að álag á stjórnsýslu minjamála hefur aukist töluvert, enda hús sem falla undir umsagnarskyldu rúmlega 8000 talsins. Umsagnarskyldan hefur þá reynst íþyngjandi fyrir sveitarfélög og húseigendur. Grundvallaratriði er að ekki eru talin nægjanlega sterk fagleg rök við tengsl byggingararfs sem réttlæti gildandi viðmiðunarártal í lögum. Því má jafnframt halda fram að íþyngjandi fyrirkomulag dragi úr getu Minjastofnunar Íslands til að fjalla á vandaðan hátt um öll mál sem til lengri tíma getur haft neikvæð áhrif á varðveislu húsa, annarra mannvirkja og fornminja með hátt varðveislugildi sem sannarlega þarf að vernda.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa framkvæmda og eftirfylgni
urn@urn.is