Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 26.2.–12.3.2025

2

Í vinnslu

  • 13.3.2025–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Skrá áskrift að máli

Mál nr. S-31/2025

Birt: 26.2.2025

Fjöldi umsagna: 32

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um leigubifreiðaakstur, nr. 120/2022 (öryggi í leigubifreiðaþjónustu og starfsumhverfi leigubifreiðastjóra)

Málsefni

Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs drög að frumvarpi sem um breytingu á lögum um leigubifreiðaakstur, nr. 120/2022 (öryggi í leigubifreiðaþjónustu og starfsumhverfi leigubifreiðastjóra).

Nánari upplýsingar

Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II við lög nr. 120/2022 um leigubifreiðaakstur skulu lögin sæta endurskoðun með tilliti til reynslu af þeim breytingum á regluumhverfi leigubifreiða sem í þeim felast. Samkvæmt lögunum bar að hefja endurskoðun laganna eigi síðar en 1. janúar 2025. Eru með frumvarpinu lagðar til breytingar sem eru fyrsta skref þeirrar endurskoðunar en unnið er að mögulegum frekari breytingum.

Með frumvarpinu eru helst lagðar til breytingar í samræmi við markmiðsákvæði 1. gr. gildandi laga. Að tryggja gott aðgengi að hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubifreiðaþjónustu fyrir neytendur. Um leið er markmið lagasetningarinnar að mæta fram komnum athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA og þar með þjóðréttarlegum skuldbindingum Íslands.

Breytingar með frumvarpinu eru aðallega eftirfarandi:

1. Heimild rekstrarleyfishafa til að reka leigubifreiðastöð án starfsleyfis leigubifreiðastöðvar þar sem ein leigubifreið sem hann er skráður eigandi eða umráðamaður að hefur afgreiðslu er felld brott.

2. Kveðið er á um skyldur rekstrarleyfishafa til að veita leigubifreiðastöð nauðsynlegar upplýsingar svo að leigubifreiðastöðin geti fullnægt eigin skyldum.

3. Skyldur leigubifreiðastöðvar eru auknar og tilgreindar þær upplýsingar sem leigubifreiðastöð skal búa yfir.

4. Leigubifreiðastöð er gert að taka við upplýsingum úr rafrænni skrá um upphafs- og endastöð hverrar seldrar ferðar rekstrarleyfishafa sem hefur afgreiðslu á stöðinni, um staðsetningu á meðan á ferðinni stendur og um greiðslu sem skráð er í gjaldmæli eða með öðrum fullnægjandi hætti að ferð lokinni.

5. Skyldur til varðveislu gagna í 60 daga eru alfarið færðar frá rekstrarleyfishafa til leigubifreiðastöðvarinnar. Kveðið er á um árlega úttekt stafrænna kerfa leigubifreiðastöðvar svo að öryggi og gæði gagna séu tryggð.

6. Leigubifreiðastöð er gert að bjóða farveg fyrir kvartanir neytenda er varða verð og gæði þjónustu. Leyfishöfum er um leið gert að upplýsa og leiðbeina neytendum um þann möguleika og möguleika til að kvarta til annarra viðeigandi stjórnvalda.

Innsendar umsagnir (32)

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

irn@irn.is