Til umsagnar
14.–28.2.2025
Í vinnslu
1.3.2025–
Samráði lokið
Mál nr. S-30/2025
Birt: 14.2.2025
Fjöldi umsagna: 1
Drög að reglugerð
Heilbrigðisráðuneytið
Sjúkrahúsþjónusta
Lagt er til að sjúkratryggðir greiði 500 kr. fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum vegna krabbameinsleitar að hámarki einu sinni á ári.
Í reglugerð nr. 1582/2024 eru ákveðin gjöld sem sjúkratryggðir greiða fyrir heilbrigðisþjónustu, m.a. röntgenmyndatökur af brjóstum vegna krabbameinsleitar, sbr. 8. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar. Í október 2024 var gjald fyrir myndatökurnar lækkað úr rúmum 6 þúsund kr. í 500 kr. þegar myndatakan er hluti af lýðgrundaðri skimun fyrir brjóstaskrabbameini, til samræmis við gjald fyrir leghálsskimanir, en áfram innheimt almennt gjald fyrir myndatökurnar skv. 17. gr. reglugerðarinnar fyrir aðra hópa, svo sem konur með BRCA arfgerð og konur sem eru í eftirliti eftir meðferð við brjóstakrabbameini.
Með breytingunni er lagt til að sjúkratryggðir greiði 500 kr. fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum vegna krabbameinsleitar að hámarki einu sinni á ári. Gildir þá einu hvort um er að ræða myndatöku sem er hluti af lýðgrundaðri skimun eða vegna kvenna í áhættuhópi eða í eftirliti eftir meðferð vegna krabbameins í brjósti.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
hrn@hrn.is
hrn@hrn.is