Til umsagnar
14.–23.2.2025
Í vinnslu
24.–26.2.2025
Samráði lokið
27.2.2025
Mál nr. S-29/2025
Birt: 14.2.2025
Fjöldi umsagna: 3
Drög að frumvarpi til laga
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla
Í umsögnum komu fram sjónarmið um að fyrirhuguð sala væri vel til fundin. Fram kom ábending um að skýra betur forgang tilboðsbóka A og B og brugðist hefur verið við þeirri ábendingu með skýringu í greinargerð. Þá var spurt um ráðstafanir gegn því að fjársterkir aðilar kaupi upp stóran hlut í tilboðsbók A með samningum við einstaklinga. Því er til að svara að tilboðsbók A er ætluð einstaklingum en ekki eru takmarkanir á því hvað þeir gera við hluti sem þeir kaupa, t.d. selji hlut sinn áfram. Þó má gera ráð fyrir að slíkur fjársterkur aðili myndi fyrst og fremst beina sjónum að tilboðsbók B.
Tillaga að breytingum á lágmarkstíma auglýsingar útboðsins og að nýrri tilboðsbók fyrir stærri fjárfesta.
Í frumvarpsdrögunum eru lagðar til breytingar til að freista þess að sníða af vankanta núverandi laga, án þess þó að stefna í hættu grundvallargildum laganna. Annars vegar með smávægilegum breytingum á lágmarkstíma auglýsingar útboðsins og hins vegar með nýrri tilboðsbók C. Með breytingunum er stefnt að því að auka líkurnar á aðkomu stórra erlendra fagfjárfesta og þannig auka eftirspurn og vægi markmiðs laganna um hagkvæmni, án þess þó að víkja frá yfirlýstum markmiðum og tilgangi núgildandi laga um hlutlægni og jafnræði. Það er einkum gert með viðbót um sérstaka tilboðsbók C, sem er eingöngu ætluð fyrir afmarkaðan hóp fagfjárfesta.
Hnykkt er á því í athugasemdum við frumvarpsdrögin með hvaða hætti hugsanlegt er að ráðherra muni auka magn útboðsins, gefi eftirspurn tilefni til þess.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa stjórnunar og umbóta
fjr@fjr.is