Til umsagnar
10.–24.2.2025
Í vinnslu
25.–26.2.2025
Samráði lokið
27.2.2025
Mál nr. S-26/2025
Birt: 10.2.2025
Fjöldi umsagna: 6
Áform um lagasetningu
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla
Allar umsagnirnar sem bárust vörðuðu kynnt áform um breytingu á tollflokkun á osti með viðbættri jurtafitu. Til stendur að hefja nánari skoðun á málinu í samráði við hagaðila með það að markmiði að sameina alþjóðlegar skuldbindingar, hagsmuni bænda og hagsmuni neytenda. Að lokinni þeirri skoðun verður tekin ákvörðun um hvort tilefni sé til að gera boðaðar breytingar á tollskránni. Í umsögn SAF var einnig fjallað um fyrirhugaðar breytingar á tollalögum vegna breytinga á búvörulögum. Ekki ætlunin að fella brott heimild til að leggja á verðjöfnunargjöld skv. 139. gr. tollalaga.
Áformað er að leggja fram frumvarp um breytingu m.a. á lögum um virðisaukaskatt, lögum um umhverfis- og auðlindaskatta og tollalögum.
Áformað er að leggja fram frumvarp þar sem m.a. verða lagðar til breytingar á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 vegna breytinga á tollskrá og lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009 af sömu ástæðu. Í frumvarpinu verður einnig lagt til að auka við heimildir tollyfirvalda til að leita í farangri farþega að honum fjarstöddum og skýra nánar ákvæði í tollalögum um tilkynningarskyldu og viðurlög vegna flutnings á reiðufé á milli landa. Tilefnið eru kröfur og tilmæli FATF, alþjóðlegs fjármálaaðgerðarhóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Jafnframt er lagt til að felld verði úr gildi ákvæði í tollalögum er varða verðjöfnunargjald samkvæmt búvörulögum nr. 99/1993, enda er ekki kveðið lengur á um slíkt gjald í búvörulögum. Að lokum er með frumvarpinu fyrirhugað að gera breytingar á inntaki c-liðar 5. athugasemdar við 4. kafla tollskrárinnar, sem er viðauki við tollalög, nr. 88/2005. Um er að ræða innleiðingu á túlkun Alþjóðatollstofnuninni (WCO) á samhljóða athugasemd í tollanafnaskrá stofnunarinnar.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa skattamála
fjr@fjr.is